Færsluflokkur: Bloggar

Hljóðheimar...

Leynihljóðheimur Lalla Frænda

 

Smellið ! ?


Af snift

Snift
 
Þú brosir þínu breiðasta,
bætir svo í glasið.
Undirbýrð svo auma vælið,
alltaf sama þrasið.
 
Tíkin atarna,
tjónvaldur eigin barna.
 
Skartar afar skemmtilega,
skrautinu og dressum.
Hermir haturs sögurnar,
af hinum bæði og þessum.
 
Hvar er kúguð samviskan,
kannski er hún flúin ?
Skynsemin á skemmtiskipi,
skökk og illa fúin.
 
Ef einhver væru orðin góð,
þá eru þau uppurðin.
Farðu vel og vandlega fljóð,
í vísan skrattaskurðinn.
 
Sjálf þú grófst hann gæskan mín,
grætur þú þar örlög þín.
Enginn mun þín þerra tár.
svona þrjóta æviár.
 
Tík neyslutarna,
tjónvaldur eigin barna.

TÍU GRÖMM

Innsent efni hér í spilara síðunnar til hægri.

Á ferðinni er Lalli Frændi með lag sitt:

 

TÍU GRÖMM (útbúið í demóbúningi)

 

Lagið er meðal tíu efstu laga efnisins.

 

Góðar stundir.


Íslendingur

 LALLI FRÆNDI linnir ekki látum. Hann trítlar um, skoppar og ólmast og nú hefur hann sent inn nýtt lag og ljóð.

 

Sko kallinn !

 

Þennan sköpnuð má finna í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd ofarlega á listanum.

Lag hans heitir því fróma nafni...

 

ÍSLENDINGUR

 

 

GÓÐAR STUNDIR.


Safn augnablika

Augnablik #1
 
Við sameinumst í þögninni um hrylling
hrúgum líkum í binga
teiknum í móðu spegilsins
mynd af gyðing
og á svitaperlandi efri vör hitlersskegg
 
þú hlærð
ég hlæ
 
það vegur upp á móti í nöturleikanum
hér þar sem við hýrumst
horfumst í augu við ekki neitt
sem horfir til baka
umlykur
gleypir
 
tilbreytingarleysið fær nýja merkingu
sjálfdautt eða hálfdautt
strax frá upphafi

Ingólfur fagri Rívisitet

Ingólfur fagri Rívisitet
 
 
Í flokki ungra lúsera aumastur hann var,
sem ullarhnoðri drullugur eða rangt og brenglað svar.
Loki bæði og Hallgerður, höndin ljót og smá,
hrifsaði allan illan feng í firrtri ljótri þrá.
Ræfilstusku minning hans tærast mun í sút,
enginn meikar aumingjann sem allir hentu út.
 
Og hryllingsynjan Halla var vinkona hans,
völt og hæpin kvensnift og lýti þessa lands.
Ástin þeirra á milli margan fyllti geig,
menn tóku ef þau hittu afar langan sveig.
Oflæti var háttur þeirra á þurri ystu nös,
þau léku sér að efnafræði og feigðar reyktu grös.
Frægð er betri langlífi þó þokkinn lítill sé,
þau lifðu frjálsar ástir sem þau nutu fyrir fé.
 
Hann vissi af sínum veruleika og vinum sínum bauð,
að vera ekki að kalla hann heimskan bjöllusauð.
Þegar ég er farinn sagði hann holu gerið mér,
og hendið mér þangað öfugum því fer bara sem fer.
Hafið þó minn hinsta stað nærri næsta bar,
kannski nenna dömurnar að vitja mín þar.
Leiðin þangað getur verið auðsótt og greið,
þær geta þangað leitað eftir mínum hinsta seyð.
 
Hann var raftur og róni og því minnumst við hans,
reynum kannski að breiða yfir hans skrykkjótta dans.
Sagan hermir þó að hann með blessað brennivín,
hafi baukað fjandann allan þetta ljóta svín.
Blessunin hún Halla inní bjálkakofa brann,
hér bindum við svo enda á þessa minningu um mann.
 
(Ljóðið er ort upp úr frægu ljóði skáldkonunnar Huldu)

Um stúlku

Um stúlku 
 
Þú varst snauð og ber þín bein,
brostir lífi fölu mót.
Barst þín mörgu og ljótu mein,
meitlaðir í hjarta grjót.
Sól á himni svikul skein,
sinnti ekki um valtan fót.
 
Með frosinn hulinn harminn þinn,
hélst þinn veg og skeyttir ei,
um feigðartákn og faðirinn,
og ekki heldur faðminn minn.
 
Og víst var víst um dauða þinn,
og veikt þitt sjúka sálarfley.
 
Fyrir suma dvínar draumurinn,
í dögun elsku Gleymérei.

Bloggið og mannkynið

Þá hafa yfir 12000 gestir lagt

leið sína hér inn á um síðuna.

(nokkuð gott skref fyrir lítla sæta bloggið - þýðir samt ekki rassgat fyrir mannkynið)

 

Takk fyrir innlitin smile


Hún er farin

 

Lalli Frændi hlustar stundum á Bítlana.

Hann sendi lag á síðuna innblásið af einu lagi þeirra.

Lagið heitir:

 

HÚN ER FARIN

 

Hér í spilara síðunnar til hægri ofarlega.

 

Góðar stundir.


Óli Prik (fyrirspurn)

ÓLI PRIK (FYRIRSPURN)
 
Er það blóðið eða blaðið ?
Vatnið eða baðið ?
Er eitt án annars til ?
Sérðu handa þinna skil ?
 
Er það lúkan eða lífið,
Ránið eða þýfið ?
Er eitt án annars til ?
Hvað er það sem brúar bil ?
 
Er það pokinn eða innihaldið ?
Þögnin eða skvaldrið ?
Er eitt án annars til ?
Það sama í tímans hyl ?
 
Er það regnið eða dropinn ?
Flaskan eða sopinn ?
Þetta eða hitt ?
Veit nokkur ráðið sitt ?
 
Er það klukkan eða stundin ?
Ertu tapaður eða fundinn ?
Hver kveður hinstan dóm ?
Er það páfinn eða Róm ?
 
Er það hrúðrið eða sárið ?
Tíminn eða árið ?
Punktur eða strik ?
Með fyrirfram þökk og von um skjót svör. 
 
Óli Prik.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband