Færsluflokkur: Bloggar

Á heilaþvottastöðinni þar gengur sitthvað á...


Hljóðverk

Hér nýinnsett hljóðverk.

Hljóðverkið ber nafnið Gleymi.

Það má finna í tónlistarspilara síðunnar hér til hægri.

 

Góðar stundir...


Dægurvísa frá Lalla frænda

 


Heilaþvottastöðin

Hér nýinnsett í spilara síðunnar á hægri hönd demó Lalla Frænda af lagi sínu:

 

HEILAÞVOTTASTÖÐIN

 

Lagið má finna ofarlega í spilaranum.

 

 

 

GÓÐAR STUNDIR ...

 


Glóð og litir ...

No photo description available.

Skarta glóð og litum . . .


Lækaðu á mig ...

Enn gerir Lalli Frændi vart við sig og nú í fylgd með Prökkurunum. Þeir annast hljóðfæraleikinn í laginu. Lagið sprettur af þörf á athygli að hans sögn.

 

Hér í spilara síðunnar nýorpið lag þessa yndis. Það skipar sér hér til hliðar ofarlega á lista spilarans.

Nótað skal að upptaka hans er í demóútgáfu að hans sögn.

 

Lækaðu á mig

 

Góðar stundir.


Leikur og líf

Leikur og líf
 
Allt er lífið leikrit,
lesið illa yfir.
Fölsk og fúin minning
í framtíð dimmri lifir.
Klukkan trufluð tifar,
tregans handrit skrifar.
 
Ég kleif í háa kletta
og kallaði til þín.
Ertu þarna úti
ástin mín ?
Dapur logi að degi
loknum dvín.
 
Svar þitt týnt í sorta,
sótti ei til baka.
Týnt án ljóssins týru,
týnt án nokkura raka.
Í draumi mínum dvelur,
dásemd minnar firru.
 
Öll er veröld váleg,
vond og bölvun bundin.
Einatt svíður sárið,
blæðir sálar undin.
Ást mín öll í meinum,
marar djúpt í leynum.
 
Ég dró mér stysta stráið,
steytti á hvössu bergi.
Í brotum týndrar bænar,
bjó þar og hér og hvergi.
Kærleiks glóð er kulnuð,
kalinn hjartað sækir.

Lófæ ljóð Lalla Frænda

Hér nýinnsent efni Lalla Frænda.

 

Lagið heitir Kobbi og Litla.

 

Það má finna í demóbúningi hér í spilara

síðunnar ofarlega til hægri.

 

Góðar stundir...


Kobbi og Litla

Kobbi og litla

 

Kobbi K og Litla Ljót

léku hvort við annað,

þó það væri bannað

og þar að auki sannað,

að fleiri en einn fyrir Litlu Ljót

 lásí væri mannað.

 

Lítla Ljót í koti kall,

kláran átti sælan.

Hann sjaldan bældi brælan

og barna þótti hann gælan.

Honum þótti af Litlu Ljót,

lásí stundum svælan.

 

Kobbi K og Litla Ljót

laumupúkast saman,

finnst það fjandi gaman,

þó feluleikur kallinn geri graman.


Mansöngur (meðan ég man)

Enn er Lalli blessaður frændi allra á ferðinni...

Í þetta sinn með lag sitt MANSÖNGUR (MEÐAN ÉG MAN)

undir krepptri hendinni.

 

Lagið er næstefst í spilara síðunnar

hér á hægri hönd.

 

 

Góðar stundir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband