Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2018

BÚMERANG

BÚMERANG

 

Ţú gafst mér von um veröld betri,

vinakoss á kalda kinn.

Lygi um dvöl í draumasetri,

dyr inn í sjálfan himininn.

Međ ljúfum orđum laugst og tćldir,

í leik sem var ei til í raun.

Sannleikann međ sanni ţvćldir,

uns sjálf ţú skildir ekki baun.

 

Í hjarta ţínu pukrast púkar,

er pynta hverja ţanda taug.

Meintar hvatir, myndir sjúkar,

er mana fram í dagsljós draug.

Úr minninganna súra safni,

ég sendi ţig á gleymskuhaug.

 

Ţađ stođar lítt ađ rifja upp raunir,

og reyna ađ breyta tímans leik.

Hćpiđ er ađ lífiđ launi,

ađ láta gamlan kvitt á kreik.

Ţú fćrđ ţađ sem ţú lćtur frá ţér,

í fangiđ aftur minning kćr.

Í skúffubréfi skrifuđu af mér,

sem skolast svo í ţínar klćr.


Enginn í röđ

Lag Lalla frćnda í demóútgáfu

 

ENDASTÖĐ

 

Hér í tónlistarspilara síđunnar á hćgri hönd.

Góđar stundir.


Endastöđ

...endastöđ

 

ţađ er enginn sem bíđur í röđ

hér á endastöđ

fáeinir rćflar á stangli hingađ og ţangađ

af fúsum og frjálsum fáir komnir

frekar af nauđsyn og kvöđ

til ţessa stađar hefur svo fáum langađ

 

viltu stimpla ţig inn ?

ţú ert velkominn ...

 

ţú fetar í feigđartröđ

hér á endastöđ

fólkiđ og svipirnir eigra um stađarins ganga

sum hver ađ leita eftir leiđ til baka

ađrir í snörunum hanga

fölnuđ blöđ haustsins og tár

galopin sár

 

viltu stimpla ţig inn ?

ţú ert velkominn ...

 

viđ erum sum sorglega glöđ

hér á endastöđ

brosin breiđa yfir harminn í hjörtunum köldu

sannleikann geymum í skreyttum skrínum

rýnum í gleymskunnar blöđ

rifjum upp sögur af vinum er gröfina völdu

 

viltu stimpla ţig inn ?

vertu velkominn ...


Skautiđ

Hér í tónlistarspilara síđunnar á hćgri hönd lagiđ

 

Skautiđ

 

Flutning annast Lalli frćndi.


Lítiđ skref fyrir mannkyniđ...

35.000 flettingar á litlu síđunni hér frá upphafi.

Lítiđ skref fyrir mannkyniđ.

Stórt skref fyrir larusg.blog.is

                                                wink                                         


Farinn

Lag Lalla Frćnda í demóbúningi

 

FARINN

 

Hér neđarlega í tónlistarspilara

síđunnar á hćgri hönd.

 

Góđar stundir . . . 


Ađsetur Lalla Frćnda ...

Hér heldur Lalli Frćndi til ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband