Af snift

Snift
 
Þú brosir þínu breiðasta,
bætir svo í glasið.
Undirbýrð svo auma vælið,
alltaf sama þrasið.
 
Tíkin atarna,
tjónvaldur eigin barna.
 
Skartar afar skemmtilega,
skrautinu og dressum.
Hermir haturs sögurnar,
af hinum bæði og þessum.
 
Hvar er kúguð samviskan,
kannski er hún flúin ?
Skynsemin á skemmtiskipi,
skökk og illa fúin.
 
Ef einhver væru orðin góð,
þá eru þau uppurðin.
Farðu vel og vandlega fljóð,
í vísan skrattaskurðinn.
 
Sjálf þú grófst hann gæskan mín,
grætur þú þar örlög þín.
Enginn mun þín þerra tár.
svona þrjóta æviár.
 
Tík neyslutarna,
tjónvaldur eigin barna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband