Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Frásögn af manni (fyrsti hluti)

I.
Hann gat setið og hlustað á vindinn tímunum saman;
horft út í fjarskann.
Stundum pírði hann augun eins og hann væri að skima eftir einhverju, sumir sögðu þá sjást votta fyrir brosviprum í veðruðu andlitinu.

I (a) Það fékkst þó aldrei staðfest.

II.
Þjóhnapparnir að því er virtist læstir í mjúkan mosann.

III.
Í verstu veðrum fannst fólki ekki annað passandi en að breiða um hann teppi.

Sumir gengu jafnvel svo langt að slá upp tjaldi yfir hann.

Þó með glufu svo ekkert raskaði ró hans.

Svo sat hann og skimaði, rýndi í himininn.

IIII.
Á góðviðrisdögum flokkuðust í kringum hann manneskjur, ungar sem aldnar.
Ferðamenn töldu hann áhugaverðan, komu í rútum, stundum svo tugum skipti.
Fengu að virða hann fyrir sér, þó úr hæfilegri fjarlægð.


#1281 (b)

stunga

Þar sést hvar rofar í kjarnann, ólgandi og funheitan.

Bræðir og eyðir, skapar um leið.


ROF

burstastríðsmenn3

Kann ei skil á uppákomum veranna sem virðast skjóta upp kollunum víðsvegar. Að jöfnu óvænt og eins og í leiftri, líkt og það rofi í aðra vídd...


Förustef

man.betri.stund

Felur sig sól og gætir skýja, hverfur um nótt.

Hafir þú gengið vegmóður alla leið hingað:

Varpaðu mæðinni og heilsaðu upp á.

Segðu okkur  af förum þínum réttum sem sléttumförnum og óförnum.

Hefjir þú upp söng munum við syngja með þér.


Hvað segist ?

vatnsenglagos

Hvað segist úr djúpinu ?

Opnar gat í vatnið.

Eins og ósýnilegur geisli skýst fram spekin úr djúpinu.

Vatnsengill hlustar við spegilkúlu; hann hlustar og nemur.

Þetta ár verður gott fyrir ferðalanga heyrist óma úr djúpum.

Kipptu töskunni á bakið og fljúgðu á vit sólarinnar ómar á ný.

Vatnsengill brosir og hyggur á för.

Kemur til baka á sama tíma að ári.

Nemur og skilur.


Logavakt

logavakt

Hendur, logi og járn.

Jörð, tré og steinn.

Sameina titring,

víbra.

Hefja upp stef.

Syngja um það hvernig allt verður til úr engu og hvernig það sanni að þannig sé neindin ekki til.

Hvísla sín á milli;

"Allt býr í neindinni".

Hendur strjúka, logi skríkir, járn glottir.

Jörð brosir, tré faðmar stein.


Ræna/hjáræna

 

 

Spurðu ekki ekki hvað sprettur frá steinum, líttu, ályktaðu.

Hún gefur í senn og tekur þessi jörð.

Eins og mannveran, dvelur í rótum en varpar sjálfi.

Skuggaleikur.

photoflo

Spurðu ekki ekki hvað vex úr steininum, líttu og dragðu eigin ályktanir.

Hún gefur og tekur; jörð.

Eins og manneskja, eitt svarthol, sogar massa & dreymir um sjálf.


UMVAF

umvaf

Umvafinn og glóandi; tekur og bíður forms.


gRIp

steinn.jord

STEINN GRÍPUR HENDUR;

Á HVÍLIR JÖRÐ.

Fimm fingur þreifa; og fimm til.

JÖRÐ OPNAR SKAUT SITT.

ÞIGGUR.


Teikn

untitled

GlerTeikn


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband