Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Driftwood, poetry and glass. Myndklippa úr heimildarmynd

Við strönd á Reykjanesi datt mér í hug að fallegt væri ef fleiri ljóðskáld sameinuðust um útgáfu ljóða á rekavið sem fleyta myndi út til hafs. Glerið speglaðist í haffletinum þar sem ég gekk um og myndaði glerinnsetningar á staðum, það var fullkomið logn og heiðríkja og þetta verkefni virtist í mínum huga óumflýjanlegt. Ég hef síðan unnið að þessu litla verkefni og hér er lítil klippa af þessu. Vonast til að fullklára þetta innan mánaðar. Vantar eitt til tvö skáld í þetta, svo ef einhver lúrir á litlu skáldi látið mig vita. Njótið vel. Í klippunni flytur ljóðskáldið Brynjar Jóhannsson eitt ljóða sinna.

 


Fleygir skotar

Átthagasýn

"Betra er að kveikja litla ljóstýru en bölva myrkrinu."

- Skoskt máltæki

 


Fleyg orð

Stundum verður tilveran svo eindæma þurrkuntuleg og gráleit og einhæf. Þá má minnast orða Dags heitins snillings Sigurðssonar... 

"Veitið lífi inn í skynsemi yðar, svo að skynsemi yðar verði lifandi."

 - Dagur Sigurðsson


Samóma - Glerinnsetningar til skammtíma og langtíma í íslenska náttúru

Ég er sem fleiri heltekinn af íslenskri náttúru í allri sinni hrikaleik og dýrð. Ég hef um skeið gert mér sérstakt ómak við  að njóta hennar eftir því sem tími gefst til, leikið mér með glerið mitt og bara lifað.

Myndin hér er sú fyrsta í verkefni sem stuðlar að því að sameina glerlist mína íslenskri náttúru. Vona að þeir sem kíkja njóti vel.

(Sökum samanþjöppunar á gæðum til að geta hent þessu upp hér, mæli ég með því að láta það eiga sig, að stækka myndbandið upp í fulla skjásýn.)

Tónlistin er af litlum geisladisk sem ég vann að hluta til í samvinnu við sellóleikara nokkurn, Cosmo D, búsettan í New York. Diskur þessi náði þeirri frægð að prýða vefverslun Smekkleysu á sínum tíma en hefur annars bara yljað vinum og kunningjum um eyrnasnepla.


UM ÚTSTROKUN EGÓSINS

Mynd.eftir höfund

T E Y G A Ð U

SAMVERUNA

MÍGÐU EGÓINU


BLAÐBERABLÚS

Á meðan löghlýðnir borgarar bæla

þjóhnöppum í beðla

læðist dularfulli blaðberinn mynd.eftir.hofund

kattfimum fótum

um hverfið

og læðir mogganum

innum lúgurnar


Sjálfhverft blogg

Mér virðist sem skipta megi bloggum fólks í bloggheimum í þrjá flokka; sjálfhverf blogg, málefnaleg blogg og svo sjálfhverf og málefnaleg blogg. Þetta blogg er sjálfhverft.

Ljóðið hér fyrir neðan er skrifað fallegt sumar í Grikklandi fyrir nokkrum árum síðan. Njótið vel...

Mynd eftir höfund (Blek á pappír)Draumur í hita #3

Andadráttur þinn svæfandi vindur í eyra mér.

Hár þitt freyðandi öldur á vanga mínum.

Ég sekk til botns í þér.

Ég heyri þig syngja niður í djúpið.

Lyktin af þér sölt eins og sjórinn sem þú elskar.

Grænblátt haf sem við elskuðumst í.

Í skauti sólbarinna fjalla.

Ást full af sumri og hlátrinum frá þér.

Ást full af sumri og ljósbláu lífi.

Ást full af þér.

Dreymandi eðla á hvítum vegg.

Hálfur máni við fjallsins egg.

Augu þín vitar í myrkrinu.

Návist þín vakandi draumur í hjarta mér.

Ég sekk til botns í þér.

Ég heyri þig syngja niður í djúpið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband