Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Kæra list hinna fljótandi tóna :)

http://www.soundclick.com/bands/default.cfm?bandID=28155

Kæra list hinna fljótandi tóna :)


Daginn þegar öll leyndarmál heimsins voru sögð

Daginn þegar öll leyndarmál heimsins voru sögð
löggðu englarnir
augun aftur 
sofnuðu svefninum langa

Prófessorinn ýfði skegg sitt og sagði

drafandi röddu
so be it

öll börn kringlunnar grétu af vonbrigðum

að endingu ummyndaðist okkar þekkti heimur

í glóappelsínusvepp

reif sig upp með rótum 
sveif þyngdarlaust mót satúrn


160608

hún stal gimsteini úr auga mínu og gróf í sitt hjarta

ég sé hann í draumum svífandi geislum skarta

gerður úr mínu eigin holdi og blóði

samruninn grafinn í skautið á svikulu fljóði


Hinn íslenski hersöngur...

Fyrir fimmtán árum síðan blómstraði íslenskur her. Ég var svo lánsamur að vera þar einn tveggja höfuðpaura. Við sem herinn rákum stjórnuðum hermönnum okkar harðri hendi. Menn unnu sig til álita með ýmsum heimskuverkum og stigu í tign eftir því hvað verkin sem þeir unnu voru smánarleg og fáránleg. Þetta var sem sagt það sem kalla mætti alvöru herbrölt. Ekkert rugl. 

Í dag er íslenski herinn sagan ein þó svo að við höfum verið ansi öflugir um skeið, allir tíu talsins.

Í minningu hins Íslenska hers birti ég hér textann við baráttusöng okkar sem ég skrifaði eina nóttina uppfullur af ættjarðarást með einræðisglampa í augum.

Njótið vel...

Hinn Íslenski hersöngur

Rís upp ! þið íslensku hermenn hraustir og glaðir/í hundruðum bíða ykkar ókunnir spennandi staðir.    Leysið úr eymdinni þjóð ykkar, þegnanna og landið/þeysist í vígahug drengir og verk ykkar vandið.

Þið eruð eldur sem brennur í bölmóðsins vindi/Án ykkar bjartsýnin fölnaði, veiktist og hryndi. Þið munið stolt ykkar forfeðra réttlæta og vekja/þið munuð fjendur af landinu eilífa hrekja !

Rís upp ! þið einasta von ykkar bjargþrota þjóðar/þreyjið nú orustu og sigurinn ykkar mun óðar. Berjist með valdi sem íslenskum einum er valið/verjið nú skerið er hljóðar svo skelkað og kvalið.

Því ykkar er framtíðin fögur sem vorbjörtu blómin/ykkar er baráttan, hetjunnar dugur og ljóminn. Eilífðar himnadýrð, dásemd sem vorloftið hreina/ykkur mun hlotnast á landinu sanna og eina !


Konan og kristalshöllin

konanogkristalhöllin

Stendur stolt á kletti/lítur kristalshöll.

Skúlptúr í bígerð.

Grágrýti, handmótað og steypt gler og sjórekinn viður.


300308

300308 

Áhyggjur eru eins og skóhorn, hafa fullkomnlega ofmetið gildi og eru yfirleitt til einskis nýtar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband