Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Afturkall

kupa

GRUNLAUS UM ÖRLÖG SÍN.

FALLINN FRÁ LÍFI.

BORIN TIL SJÓNAR Á NÝ HVAR GLITTIR Í GRINDINA.

LÍFVERA.


Innskot

hr.hustler

Stóđ í regni kúlna og sagđi sögur...


DRAUMUR UM VOR

vorduvoxtur

VAXA Í VÖRĐUM.

DRAUMUR UM VOR.


AUSTURVALLA VELLINGUR HINN FYRSTI

N.B EFTIRFARANDI LÍNUR BER EKKI AĐ TAKA NEITT SÉRSTAKLEGA ALVARLEGA. 

Austurvalla vellingur hinn fyrsti 

Ţeir ganga um međ kúabjöllur, kúk og piss í pokum.
Pottalokin lemja fast og hrópin eru ćst.
Ţeir hafa ţađ viđ hendi sem ţeim stendur nćst;
og hrópa FASISTAR.

Bálkestina byggja, hyggja á heilög yfirráđ.
Himinháar vonirnar drjúpa af vörum,
kvarta sáran yfir múgsins hrćđilegu kjörum;
kyrja FASISTAR.

Fundi halda í skúmaskotum eđa stórum sölum.
Helgur andi sannleikans ţar sveimar fagur um,
bođskap sínum flíka í fínu sjónvarpsţáttunum;
ţeir syngja FASISTAR.

Ţiđ ţekkiđ ţá á ópunum og ullarhúfunum,
skreyttum upphrópunum á mótmćlaskiltunum.
Verkamannayfirbragđi, stćltum vöđvunum;
ţeir vćla FASISTAR.

Gefum ţeim orđiđ sem eitthvađ hafa ađ segja,
betra er ađ fíflast á torgum en ţegja.
Ţeir sjá fyrir gasiđ og höfuđ sín hneygja;
hrópa FASISTAR.

Ţökkum ţeim aumum á Austurvelli,
sem upphalda heiđrinum lýđs og lands.
Mótmćla í krafti kúks og hlands,
og kyrja FASISTAR.


KONAN MEĐ RYKSUGUNA

jón múli malađi sögur um látna menn
og konan međ ryksuguna lét ekki bilbug á sér finna
heldur horfđi fast í bláleitt teppiđ og nuddađi hausnum
fram og aftur
einbeitt og athugul
mótorinn á fullu
funheitur af áreynslu
látinn ganga svo klukkutímum skipti
á međan konan međ ryksuguna
fékk hugsjón sinni framfylgt
um hreinni og betri heim
ţar sem rykkorn hversdagsins
létu hvergi á sér hrćra
og blettir og sull heyrđu sögunni til
ţađ var sem allt hyrfi í svarthol
pokans sem tilheyrđi vélinni
konan međ ryksuguna var dagfarsprúđ og ţekkt af góđu einu
ţó skipti hún skapi
en ađeins ţegar bakkus blés henni kjark í brjóst
ţá króađi hún húsbóndann af í betri stofunni
hellti úr sneysafullum skálum reiđinnar
ţrumađi og rođnađi af heiftinni einni saman
hringdi í fjarskyld ćttmenni
ţusađi um gamlar syndir og mein
eđa velti lúmskri sök yfir á grunlausan ćttingjann
fastan hinu megin línunnar
ef í fjarskanum heyrir ţú suđ ţrálátt
sem ađeins er brotiđ upp af djasshljómum múlans
ţá máttu ganga ađ ţví vísu
ađ ţar fer
konan međ ryksuguna

LEIKUR UM ÁST

hann festist í spékoppum hennar ţegar hún brosti
hékk ţar og lék sér í djúpum holds hennar mjúka
fékk í eyrum ţegar hún hćkkađi raustina skćru
(hún hrópađi hátt á hundinn sinn)

hann lék sér um nćtur í löngum skođunarferđum
um andlitiđ fagurt, eyrun hans uppáhaldsstađur
ţar dvaldi hann um nćtur og varđ hluti af hennar ímynd
ţó ţótti honum miđur um sífelldar sturtuferđir
hvar vatniđ lamdi hann lítinn og votan og auman
ţá skreiđ hann sem lengst inn í nef hinnar verndandi gyđju
beiđ ţurrks eins og bóndi í nefgöngum unnustu sinnar

eins voru frostkaldir dagar eitur í beinum
ţá lumađi hann sér djúpt í hálsakot kvensniftarinnar
stundum hugsađi hann í ţögulli gleđi
um hlutskipti sitt og hlutverk í lífinu góđa
um stúlkuna fögru sem var hans íverustađur
allt hans og ekkert
hana grunađi fátt en stundum ţó klćjađi ögn
ţá brosti hann međ sjálfum sér og hugsađi:
bara ef hún vissi

ţannig hann dvaldi um hálfa og heila eilífđ
naut ásta viđ stúlkuna grunlausa ţó án ţess ađ fleka
söng hástöfum ástarsöngva sem ţó ekki heyrđust
og lifđi sem konungur ríkis sem hvergi er skráđ
hann minnir um margt á húsbćndur suma samt enga
sem frúhollir dvelja í málađri mynd sinna meyja
og brosa út í hyllingu um heim sem ađ alls ekki sér ţá
og festast í spékoppum sumir ţó alveg án gruns

ţetta er neđanmálsnóta um ásetning brosandi meyja sem meitla í stein
einsleit örlög og glósur um daga sem líđa viđ hjal
og skipa svo riddara í skák sinni (skikka ţeim pláss)
ţar sem ţeir geta skapađ sér rými og leikiđ
leikinn um ást


Seinni saga stríđsmanna

burstastríđsmenn2

Biđu viđ vegginn, vitruđust verur.

Ryđ og dúkur. Rör og gjörđ.


Um holdarfar poppstjarna

hefđu bítlarnir veriđ feitir hefđu ţeir aldrei sigrađ heiminn
heldur myndast viđ spilamennsku á hálftómum börum
og endađ ferilinn í ţögulli upplausn

ţannig má segja ađ heimurinn sé fullur af ranglćti
og einnig ađ hann búi yfir einhverskonar lögmáli
hvađ varđar holdarfar poppstjarna


Spíralar

skvetta

og eins og ringulreiđin felur í sér reglu
felur reglan í sér ótćmandi magn af upplausn, firru
hvorutveggja međ rćtur í neindinni
viđ ađeins hringsólandi
spor í kringum veruna

og eins og draumurinn er hluti af skynjuninni
liggur skynjunin einnig í draumnum
landamćrin uppspuni

ţannig eru allir "hringir" í rauninni spíralar ţegar vel er ađ gáđ
sem tengjast og halda áfram út í hiđ óendanlega


frásögn af manni#1

hann forđađist augnsamband
lék á trompet ţegar ekki til hans heyrđist
og einhverstađar inn í sér dreymdi hann um sólótónleika í norrćna húsinu
hann var rauđbirkinn en ekki svo ađ ţađ gerđi eitthvađ til
ţađ er til fullt af fallegu rauđbirknu fólki
á góđum dögum var hann einn af ţeim
síđhćrđur í međallagi
sívaxandi hálfmáni olli honum heilabrotum
vinur hans hafđi flust til Grímseyjar fyrir ţó nokkrum árum síđan
ekkert til hans spurst

samveran hvort eđ er ofmetin
skálkaskjól gegn einverunni
hann átti erfitt međ beint augnsamband
fannst eins og borađ vćri í hann
kafađ
ţessvegna gekk hann iđullega örlítiđ eins og niđurlútur
horfđi lítillega niđur á viđ á tćrnar á hvítum íţróttaskónum
á torgum muldrađi
ljósri röddu


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband