Óli Prik (fyrirspurn)

ÓLI PRIK (FYRIRSPURN)
 
Er það blóðið eða blaðið ?
Vatnið eða baðið ?
Er eitt án annars til ?
Sérðu handa þinna skil ?
 
Er það lúkan eða lífið,
Ránið eða þýfið ?
Er eitt án annars til ?
Hvað er það sem brúar bil ?
 
Er það pokinn eða innihaldið ?
Þögnin eða skvaldrið ?
Er eitt án annars til ?
Það sama í tímans hyl ?
 
Er það regnið eða dropinn ?
Flaskan eða sopinn ?
Þetta eða hitt ?
Veit nokkur ráðið sitt ?
 
Er það klukkan eða stundin ?
Ertu tapaður eða fundinn ?
Hver kveður hinstan dóm ?
Er það páfinn eða Róm ?
 
Er það hrúðrið eða sárið ?
Tíminn eða árið ?
Punktur eða strik ?
Með fyrirfram þökk og von um skjót svör. 
 
Óli Prik.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband