Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018

Safn augnablika

Augnablik #1
 
Við sameinumst í þögninni um hrylling
hrúgum líkum í binga
teiknum í móðu spegilsins
mynd af gyðing
og á svitaperlandi efri vör hitlersskegg
 
þú hlærð
ég hlæ
 
það vegur upp á móti í nöturleikanum
hér þar sem við hýrumst
horfumst í augu við ekki neitt
sem horfir til baka
umlykur
gleypir
 
tilbreytingarleysið fær nýja merkingu
sjálfdautt eða hálfdautt
strax frá upphafi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband