Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2018

ALLT & EKKERT

ALLT & EKKERT

 

Marmelaði og engifer,

óvart ég fann í skautinu á þér.

Kókoshnetu og gojiber,

einræðisherra og tyrkneskan her.

Margt kemur á óvart við elsku þig,

þú tekur lífið á annað stig.

Elskan mín sanna og eina.

 

Járnbrautateina og húfuder,

ég fann fyrir rælni á kafi í þér.

Friðlýstan þjóðgarð og gjósandi hver,

kotasælu og sjéníver.

Margt veldur furðu við krúttlegu þig,

margur vill sig halda mig.

Dúllan mín djarfa og hreina.

 

Við tefldum við Amor og töpuðum,

trúðum á steina.

Reiknuðum dæmið í þaula,

útkomu fengum ei neina.

Fljóð minna beina.

 

Úlfaaugu og fúinn kvist,

á leiðinni fann sem þú hafðir misst.

Glataða trú og takkaskó

og týnda barnið sem skríkti og hló.

Allt verður að engu og ekkert er hér,

það hverfur og verður að þér og mér.

Eitur og kvöl minna beina.

 

                                                  18.02 '18


Um skáldskap og vísindi

Skáldið gægist með höfuð sitt inn í himininn.

Vísindamaðurinn vill troða himninum inn í höfuð sitt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband