Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

From here to neverland...

Nýinnsett í tónlistarspilara síðunnar (lag nr.3), lagið "FROM HERE TO NEVERLAND".

Flutning annast Lalli frændi og prakkararnir.

Upplestur ljóðs: Dobroide.

Ljóð: Desde aqui eftir Eloy Sanchez Rosilla.

 

Njótið vel.


Jól í Addis Ababa

Í tilefni jólanna er innsett hér í spilarann til hægri afsprengi Lalla Frænda; lagið Jól í Addis Ababa.

Njótið vel.


Muldur

Innsett upptaka.

Lag: Muldur

Flytjandi og höfundur: Lalli Frændi og Prakkararnir

Lagið má heyra hér í tónlistarspilaranum til hægri.

Góðar stundir...


Af lögmálum osfrv...

HUGHRIF Í LEST 

angan af trjám og burknum

runnum sefjum

grænt er gott

til fellur bjarmi á unga vök

sól svíður kletta og nagar sand

sær rís og hnígur

 ógurmjúkt í stillunni

samkvæmt óumbreytanlegu lögmáli

sem enginn veit með vissu

hver fann upp


Vangaveltur um sköpun og iðnað

Vangaveltur um sköpun og iðnað 

það leynist iðnaður í sköpun

endurtekning mynstra

stimplaðar í mótið

hugsanir

gerðir

þó er lukka fólgin í því

að ekki er það alhlítt

hér þarf mögulega að líta til baka

með gleraugu sagnfræðings

til að átta sig á stöðunni

meta kenningar

ískalt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband