Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018
Ingólfur fagri Rívisitet
31.7.2018 | 21:20
sem ullarhnoðri drullugur eða rangt og brenglað svar.
Loki bæði og Hallgerður, höndin ljót og smá,
hrifsaði allan illan feng í firrtri ljótri þrá.
enginn meikar aumingjann sem allir hentu út.
Ástin þeirra á milli margan fyllti geig,
menn tóku ef þau hittu afar langan sveig.
Oflæti var háttur þeirra á þurri ystu nös,
þau léku sér að efnafræði og feigðar reyktu grös.
Frægð er betri langlífi þó þokkinn lítill sé,
þau lifðu frjálsar ástir sem þau nutu fyrir fé.
að vera ekki að kalla hann heimskan bjöllusauð.
Þegar ég er farinn sagði hann holu gerið mér,
og hendið mér þangað öfugum því fer bara sem fer.
kannski nenna dömurnar að vitja mín þar.
Leiðin þangað getur verið auðsótt og greið,
þær geta þangað leitað eftir mínum hinsta seyð.
reynum kannski að breiða yfir hans skrykkjótta dans.
Sagan hermir þó að hann með blessað brennivín,
hafi baukað fjandann allan þetta ljóta svín.
Blessunin hún Halla inní bjálkakofa brann,
hér bindum við svo enda á þessa minningu um mann.
Bloggar | Breytt 3.8.2018 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um stúlku
24.7.2018 | 12:04
brostir lífi fölu mót.
Barst þín mörgu og ljótu mein,
meitlaðir í hjarta grjót.
sinnti ekki um valtan fót.
hélst þinn veg og skeyttir ei,
um feigðartákn og faðirinn,
og ekki heldur faðminn minn.
og veikt þitt sjúka sálarfley.
í dögun elsku Gleymérei.
Bloggar | Breytt 28.7.2018 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggið og mannkynið
23.7.2018 | 19:59
Þá hafa yfir 12000 gestir lagt
leið sína hér inn á um síðuna.
(nokkuð gott skref fyrir lítla sæta bloggið - þýðir samt ekki rassgat fyrir mannkynið)
Takk fyrir innlitin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún er farin
19.7.2018 | 20:09
Lalli Frændi hlustar stundum á Bítlana.
Hann sendi lag á síðuna innblásið af einu lagi þeirra.
Lagið heitir:
HÚN ER FARIN
Hér í spilara síðunnar til hægri ofarlega.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óli Prik (fyrirspurn)
18.7.2018 | 15:31
Vatnið eða baðið ?
Er eitt án annars til ?
Sérðu handa þinna skil ?
Ránið eða þýfið ?
Er eitt án annars til ?
Hvað er það sem brúar bil ?
Þögnin eða skvaldrið ?
Er eitt án annars til ?
Það sama í tímans hyl ?
Flaskan eða sopinn ?
Þetta eða hitt ?
Veit nokkur ráðið sitt ?
Ertu tapaður eða fundinn ?
Hver kveður hinstan dóm ?
Er það páfinn eða Róm ?
Tíminn eða árið ?
Punktur eða strik ?
Bloggar | Breytt 19.7.2018 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af óljóðum ...
12.7.2018 | 10:06
Óljóð nr.13 (orðsending til píslarinnar)
Langar að væla sem mest og bera á torg,
alla ógæfu þína frá A til Ö ?
Þá get ég þér sagt að hæglega séum við tvö.
svívirt sem Jóhanna af Örk og varpað á eld.
Ég haltra á öðrum fæti og hinn skorinn af,
það hjálpar sama sem ekkert að ganga við staf.
miðaðu aftur og upplifðu fallegu þig.
til sorgarnátta og skrifa þér örlítið ljóð.
Þó dimmi yfir dögunum þínum þá hugga skalt þig,
við þá döpru staðreynd að harðara lífið lék mig.
huggaðu þig við að vera í það minnsta ekki ég.
sem klaufi hefur skrifað, tafli sem misst hefur hrók ?
Trúðu mér þegar ég segi ég sé þína kvöl,
ég setið hef líka í ræsinu og átt enga völ.
sjáðu þó hversu er dýrðlegt að vera ekki ég.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn af Lalla frænda ...
10.7.2018 | 19:19
Þá enn af Lalla frænda en hann sendi inn lag sitt
Talað við Agnesi
Hér í spilara síðunnar til hægri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæll/Sæll
2.7.2018 | 18:35
það brakar í hans útúrtuggnu fræðum.
Les fátt sem ekkert veit þó afar mikið,
í æði sýgur hrímhvítt sementsrykið,
af og til og sekkur svo í sukkið.
Af sælu hrópar tekur síðan trukkið.
svaðalegri en allt í manna minnum.
Sem snýttur út úr nös á nettum skratta,
nær þó sjaldnast eigið rugl að fatta.
Hrynur oftast nær til botns og blótar,
bokkunni og einn í engu rótar.
í samræmi við það svo lítið fengið.
Gengið lífsins slóða einn og gramur,
menn giska á hann verði aldrei samur.
Eftir túrana upp á topp og aftur niður,
í trássi við hann aldrei fengist friður.
Bloggar | Breytt 3.7.2018 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ógrátin tár
1.7.2018 | 09:51
Sviti sem vætlar um vanillubrá,
verður að sviða í augum.
Sætur og sefandi andadráttur,
samfarir fullar af draugum.
sækir svo kitlandi í nára.
Við sækjum elskan á ófært vað,
ennþá ógrátinna tára.
í funheitum hvatanna straumum.
Ortum í óminni lævíst ljóð,
lifðum í taktföstum draumum.
bundum við hvors annars fætur.
Svifum til himins og héldum fast í,
húmdökkar óræðar nætur.
lutum þeim öflum er granda.
Þreyttumst svo seint í þeirri þrá,
sem þræðir um vegina vanda.
eymdin tók stjórntauma yfir.
Þó myrkur inn leki í ljóssins stað,
þá er það birtan sem lifir.
sem kvaddir og áfram hélst veginn.
Því ég veit svo vel að þín gæfa dvín,
og veltur þar hinumegin.
saman um duft og lifandi gínur.
Umvafin vofunum sendi ég þér,
þessar voluðu línur.
átt þjáning og samskonar sár.
Og þitt hjarta enn hýsir bugað og flátt,
hryggð og ógrátin tár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)