Sæll/Sæll

Sæll/Sæll
 
 
Brennimerktur með bruna í þöndum æðum,
það brakar í hans útúrtuggnu fræðum.
Les fátt sem ekkert veit þó afar mikið,
í æði sýgur hrímhvítt sementsrykið,
af og til og sekkur svo í sukkið.
Af sælu hrópar tekur síðan trukkið.
 
Hann hefur sveiflast hringinn þúsund sinnum,
svaðalegri en allt í manna minnum.
Sem snýttur út úr nös á nettum skratta,
nær þó sjaldnast eigið rugl að fatta.
Hrynur oftast nær til botns og blótar,
bokkunni og einn í engu rótar.
 
Fáu hefur eirt samt áfram gengið,
í samræmi við það svo lítið fengið.
Gengið lífsins slóða einn og gramur,
menn giska á hann verði aldrei samur.
Eftir túrana upp á topp og aftur niður,
í trássi við hann aldrei fengist friður.
 
Sumum aldrei gefst að sönnu gæfa,
sama hversu lífsins gang þeir æfa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband