Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
þögult vitni
25.9.2009 | 11:02
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagan af veggjahlaups Steina
24.9.2009 | 12:34
BLÓÐRISA (SAGAN AF VEGGJAHLAUPS STEINA)
hann gerði sér það að leik (eða mögulega af nauðsyn)
að hlaupa á veggi
við öll möguleg
(og ómöguleg)
tækifæri
mannfólkið skildi ekki atferlið
mannfólkið leit undan
blóðrisa og blár
sást hann kíminn á svip
stiklaði um götur
marinn inn að beini
í vexti fremur smár
þó liðugur og lipur
í nýpressuðum fötunum
hann veggjahlaups Steini
Myndrænir marblettir
á ómögulegum stöðum
tóku á sig ljóðrænar myndir
og virtust jafnvel
skírskota til sögulegra verka
Sumir sögðu hann snilling
symbólista
kroppurinn striginn
(sú útlistan á atferlinu náði þó aldrei flugi)
flestir stóðu hjá í þögn og hristu höfuðin sín í undrun
þögul vitni
það er allt eins viðbúið að veggurinn sem þú gengur hjá
þegar þú gengur úr húsi eftir lesturinn
hafi mætt honum
gefið frá sér högg
án vilja . . .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þriðji dagur . . .
22.9.2009 | 12:50
þriðji dagur
þér líst ekki á blikuna
neglurnar nagaðar uppí blóðuga kvikuna
og sjálfheldan algjör
þú lítur eftir líflínu
áttar þig snöggvast á því að hún varð eftir hjá Stínu
og bölvar í hljóði
og Ragnar
er hvergi til bjargar
kíkir í veskið og mætir kolsvörtum botni
hringir í bankann og ráðgjafinn skellir
á undna hlustina
lepur dauðann úr íláti merktu ÁTVR
eins og púsluspil
og eða
flugnanet bensínvímuskotið
sporin ísaumuð í malbikið
verða ekki rakin upp
þú manst ekki hvort þig dreymdi það
eða var það hvíta línið og mjúkur ilmur af gamalli konu
sem slóst við veruleikann í gær eða fyrradag ?
drög að bræðralagi í dimmu horni
við manneskjur sem hvergi er að sjá ?
eitthvað fyrirheit um algleymi ?
grunur um líf ?
vatnið ólgar undir brúnni slettist
& mikið er allt nakið og bert
tindollan nánast áþreifanleg á svifinu með þig innanborðs
hér á þriðja degi . . . . .
Bloggar | Breytt 6.10.2009 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
nr.29
20.9.2009 | 14:41
hughrif nr.29
varirnar lás og smella
(kossi)
geislahár
brimrót við sólsetur
flæðandi alda
stakt grænt augn ráð
einsog ber angri
eitt og nakið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
uppkast að litríkum húsum
19.9.2009 | 11:56
(uppkast)
hin litríku hús réðu ráðum sínum
gerðu uppsteyt gegn grámanum
verði regn svo við getum víbrað litum okkar
hrópaði gula húsið
meiri málningu, viðarvörn, meira !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grænlensk mundar
18.9.2009 | 11:20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðarform
16.9.2009 | 11:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...
16.9.2009 | 01:53
Nýr smellur frá hinum einu og sönnu Fjörkum í spilaranum til vinstri.
Njótið :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engill með heimþrá...
15.9.2009 | 11:34
Engill með heimþrá
þú baðst mig að gefa þér merki um vorið sem beið
þegar fyrstu grasstráin og knúbbarnir stöfuðu grænu
svo lástu undir feldinum reykjandi
tuldrandi þulur og eitthvað um lífið í den
ég beið á vaktinni horfði til himins og lyktaði
snusaði út í berloftið eftir hlýindum
fuglarnir hérna í klöppinni komu og fóru
einn og einn í senn
Það virtist sem allt héldist óbreytt
um tíma og eilífð
nema skýin sem tóku á sig galdramyndir
víbruðu og breyttu um lit
misgrá og flöktandi
þú kallaðir á mig um nætur er helkuldinn stríddi
og marði þig inn að beini gróf sig í hjartað
húktir und feldinum gömul af sorg
þó með eitthvað á pinnanum
Svo kom hann einn daginn
þessi engill og kvartaði sáran
sjúkur af heimþrá
og heimtaði að taka þig með
sjarminn uppmálaður
þú sagðir
loks er hann kominn
takk fyrir allt
loftið var salt og vindurinn blés þér og honum upp í ljósbláan kúpulinn
farvel og takk
nú bíð ég við eldinn og kyndi í blessuðum glæðunum
gref mig í feldinn og hlæjandi hugsa um vor...
Bloggar | Breytt 16.9.2009 kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)