Engill með heimþrá...

Engill með heimþrá 

 

þú baðst mig að gefa þér merki um vorið sem beið
þegar fyrstu grasstráin og knúbbarnir stöfuðu grænu

svo lástu undir feldinum reykjandi
tuldrandi þulur og eitthvað um lífið í den

ég beið á vaktinni horfði til himins og lyktaði
snusaði út í berloftið eftir hlýindum

fuglarnir hérna í klöppinni komu og fóru
einn og einn í senn

Það virtist sem allt héldist óbreytt
um tíma og eilífð
nema skýin sem tóku á sig galdramyndir
víbruðu og breyttu um lit
misgrá og flöktandi

þú kallaðir á mig um nætur er helkuldinn stríddi
og marði þig inn að beini gróf sig í hjartað

húktir und feldinum gömul af sorg
þó með eitthvað á pinnanum

Svo kom hann einn daginn
þessi engill og kvartaði sáran
sjúkur af heimþrá
og heimtaði að taka þig með
sjarminn uppmálaður
þú sagðir
loks er hann kominn
takk fyrir allt

loftið var salt og vindurinn blés þér og honum upp í ljósbláan kúpulinn
farvel og takk

nú bíð ég við eldinn og kyndi í blessuðum glæðunum
gref mig í feldinn og hlæjandi hugsa um vor...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Fallegt!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 18.9.2009 kl. 02:45

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Takk Gunnhildur....sá pistilinn frá þér um sófaleti, tilbrigði við maníu og íslensku fótboltastelpurnar...flott skrif !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 18.9.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband