þriðji dagur . . .

þriðji dagur 

þér líst ekki á blikuna
neglurnar nagaðar uppí blóðuga kvikuna
og sjálfheldan algjör
þú lítur eftir líflínu
áttar þig snöggvast á því að hún varð eftir hjá Stínu
og bölvar í hljóði
og Ragnar
er hvergi til bjargar

kíkir í veskið og mætir kolsvörtum botni
hringir í bankann og ráðgjafinn skellir

á undna hlustina

lepur dauðann úr íláti merktu ÁTVR

eins og púsluspil 

og eða
 flugnanet bensínvímuskotið
 sporin ísaumuð í malbikið
verða ekki rakin upp

þú manst ekki hvort þig dreymdi það
eða var það hvíta línið og mjúkur ilmur af gamalli konu
sem slóst við veruleikann í gær eða fyrradag ?

drög að bræðralagi í dimmu horni
við manneskjur sem hvergi er að sjá ?

eitthvað fyrirheit um algleymi ?
grunur um líf ?

vatnið ólgar undir brúnni slettist
& mikið er allt nakið og bert 
tindollan nánast áþreifanleg á svifinu með þig innanborðs
hér á þriðja degi . . . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband