Færsluflokkur: Bloggar
Tannrótarbólgublús
19.6.2018 | 11:08
Þá má kynna demóútgáfa af laginu
TANNRÓTARBÓLGUBLÚS
Hér er á ferð Lalli Frændi sem aldrei linnir látum.
Lagið leynist í spilara síðunnar hér á hægri hönd.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hringur
5.6.2018 | 11:31
Lalli frændi sendi demó af lagi sínu
HRINGUR
Það birtist hér í spilara síðunnar á hægri hönd.
Góðar stundir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungdómsvísa
2.6.2018 | 10:42
Ungdómsvísa
Allir ungu drengirnir eru að tapa sér,
þeir vilja vera svertingjar og mynda gettóher.
Fá sér hundrað húðflúr og dópa út í eitt
og foreldrarnir skilja ekki neitt.
Allar ungu stúlkurnar eru að missa það,
gata sig og hola og ég veit ekki hvað.
Þær klæða sig í hóruföt og djamma dag og nótt,
á níðurtúrum pilla sig og hafa um sig hljótt.
Þessi samtími er snúinn og allur bjagaður.
Þessi æskulýður illa agaður.
Þessi þjóð, þessi þjóð ...
elur viðbjóð.
Börnin föst við tölvurnar, augun eru sljó.
Full af Rítalíni og apótekið hló.
Félagsfræðipakkinn framleiðir pakk,
sem þykist vera emminemm eða túpakk.
Þessi samtími er fokkd og farinn í steik.
Börnin illa menntuð, ríða og fara í sleik.
Þessi þjóð, þessi þjóð ...
elur viðbjóð.
Eiturlyfjasalarnir ganga um skólans lóð,
skilja eftir sig dauða og eiturslóð.
Klámið er í algleymingi og kveikt á hverjum skjá.
Mamma, pabbi og litlu gullin horfa saman á.
Þessi samtími er steiktur og farinn á ská.
Börnin ganga frá okkur og við vitinu frá.
Þessi þjóð, þessi þjóð ...
elur viðbjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varaðu þig ...
17.5.2018 | 23:12
Hér nýtt í tónlistarspilaranum hér til hægri
demó Lalla Frænda við ljóð Davíðs Stefánssonar
Varaðu þig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til uppörvunar
12.5.2018 | 10:11
Halló !
Hér innsett lag Lalla Frænda
Dægurvísa #12 (til uppörvunar þeim sjálfsmorðshugsandi)
Lagið má finna í spilara síðunnar á hægri hönd.
Góðar stundir ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lalli frændi
1.5.2018 | 17:09
Lalli frændi hafði samband varðandi lag hans
Ljómun í demóútfærslu.
Hér innsett í tónlistarspilara
síðunnar á hægri hönd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BÚMERANG
27.4.2018 | 18:23
BÚMERANG
Þú gafst mér von um veröld betri,
vinakoss á kalda kinn.
Lygi um dvöl í draumasetri,
dyr inn í sjálfan himininn.
Með ljúfum orðum laugst og tældir,
í leik sem var ei til í raun.
Sannleikann með sanni þvældir,
uns sjálf þú skildir ekki baun.
Í hjarta þínu pukrast púkar,
er pynta hverja þanda taug.
Meintar hvatir, myndir sjúkar,
er mana fram í dagsljós draug.
Úr minninganna súra safni,
ég sendi þig á gleymskuhaug.
Það stoðar lítt að rifja upp raunir,
og reyna að breyta tímans leik.
Hæpið er að lífið launi,
að láta gamlan kvitt á kreik.
Þú færð það sem þú lætur frá þér,
í fangið aftur minning kær.
Í skúffubréfi skrifuðu af mér,
sem skolast svo í þínar klær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enginn í röð
25.4.2018 | 16:54
Lag Lalla frænda í demóútgáfu
ENDASTÖÐ
Hér í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endastöð
24.4.2018 | 01:56
...endastöð
það er enginn sem bíður í röð
hér á endastöð
fáeinir ræflar á stangli hingað og þangað
af fúsum og frjálsum fáir komnir
frekar af nauðsyn og kvöð
til þessa staðar hefur svo fáum langað
viltu stimpla þig inn ?
þú ert velkominn ...
þú fetar í feigðartröð
hér á endastöð
fólkið og svipirnir eigra um staðarins ganga
sum hver að leita eftir leið til baka
aðrir í snörunum hanga
fölnuð blöð haustsins og tár
galopin sár
viltu stimpla þig inn ?
þú ert velkominn ...
við erum sum sorglega glöð
hér á endastöð
brosin breiða yfir harminn í hjörtunum köldu
sannleikann geymum í skreyttum skrínum
rýnum í gleymskunnar blöð
rifjum upp sögur af vinum er gröfina völdu
viltu stimpla þig inn ?
vertu velkominn ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skautið
18.4.2018 | 16:55
Hér í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd lagið
Skautið
Flutning annast Lalli frændi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)