Færsluflokkur: Bloggar

Þegar ég hugsaði til gærdagsins/horfi út um gluggann og sé snjóinn falla

(Þegar ég hugsaði til gærdagsins/horfi út um gluggann og sé snjóinn falla)

 ÞYRNIRÓSA

Baða mig í himni augna þinna,
aðeins of snemma á áfengum morgni,
gestir næturinnar hafa tygjað sig heim.
Þú ert við hliðina á mér hlýrri en sólin.
Ást okkar hefur kollvarpað heiminum.

  (ég horfi út um gluggann og sé snjóinn falla)

Þú leggst mjúklega aftur,
hvílir höfuðið vel á koddanum og sofnar í hundrað ár.

Vaknar upp við lúðraþyt samviskunnar,
hellir upp á kaffi,
skolar af þér lyktina af mér.

Gleymir.


Tímarúm

Hugleiðing um tíma, rúm, fortíð, núið og framtíðina. 

Tímarúm 

ég andaði á glugga
teiknaði myndir af fiðrildum á flugi
í móðuna
tók mynd af þeim
sendi þér
ef þér líkar hún ekki
láttu mig vita
þá mun ég
stroka þau
út


þegar sólin var við það að setjast...

 

 

hafnir,vatn,grima

Úr innsetningu frá því í sumar þegar sólin var við það að setjast...


Svona líta íslandsminningar út

horison

Svona líta íslandsminningar út yfirfærðar í gler af íslending í Danaveldi.


URBAN MOOD

urban_mood

URBAN MOOD

Um firringu og innilokun, einmanaleika og ringulreið.

Tré, strigi, akríll, steypt gler.


Njótið vel.

Klikkið á linkinn hér að neðan og upplifið eina mögnuðustu trúbador frammistöðu sögunnar. Það er Brynjar Jóhansson, æskufélagi og stórvinur sem fer hamförum. Þess má geta að ég tók snilldina upp eitt föstudagskvöld þegar fátt annað var að gera en taka upp söguleg myndbönd.

Njótið vel.

http://brylli.blog.is/blog/brylli/video/1750/


Pyntingar í og utan Bandaríkjanna...

Mig langar að benda á þessa hrollvekjandi heimildarmynd um pyntingar í og utan Bandaríkjanna sem eru orðnar daglegt brauð. Reyndar svo daglegt brauð að flestir eru farnir að taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Það er augljóst að yfirvöld USA telja þetta eðlilega stjórnsýslu og stefnu þegar kemur að kúgun saklausra almennra borgara.

 

http://gullvagninn.blog.is/blog/hin_nyja_heimsyn/video/2145/


Fuglar fæðast, einn af öðrum...

fuglar_fæðast

Fuglar fæðast, einn af öðrum...


og akríll á striga...

gríma

Blásið og skrapað gler og akríll á striga...


Og Tíminn gengur hljóðum skrefum inn um þínar dyr

Ég ætlaði einu sinni að verða skáld. Það var þegar heimurinn var aðeins einfaldari og áður en ég komst að því að skáld þéna að jafnaði enga peninga. Það finnast gossjálfsalar út um allt en engir ljóðasjálfsalar; því miður. Ef svo væri væri heimurinn betri. Hér er lítið ljóð um tímann orðið ellefu ára gamalt. Njótið heilla !

 

UM TÍMANN (EÐA TÍMINN ER GAMALL MAÐUR MEÐ HARÐKÚLUHATT)

- Og Tíminn gengur hljóðum skrefum inn um þínar dyr, 

þurrkar ekki af sér og skeytir ekki um boð.

Sá eini sem er heilagur og situr aldrei kyrr,

og þó svo að hann vingist við þig fer hann alltaf aftur.

Hann gerist oftast þaulsetnari en flestir aðrir gestir,

segir ótal sögur um tilveruna og þig.

Sá eini sem á orðið þegar allir eru sestir,

hann veit allt um alla en ekki neitt um sig.

Talandi hans er töfrandi og hrífur þig með sér,

táldreginn þú spyrð ekki um áfangastað.

Hann talar um heimskingjann er gröfina gróf sér,

með gleði á svip við sitt heimahlað.

Hann talar um svaninn er syngjandi flýgur,

frá alnyrsta heimskauti sólina í,

og örmagna hugsi er niður hann hnígur;

"allt þetta til að hitna á ný".

Sumt af þessu skilurðu, annað tekur tíma,

og þegar Tíminn stendur upp hneigir sig og fer,

finnurðu að þitt líf var aðeins lítil skammlíf skíma,

og veist um leið að Tíminn kveikti hana handa þér.                                                   

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband