Færsluflokkur: Bloggar
Um lætin í Hr. Úr Fókus
12.2.2008 | 23:23
Hann var æstur og nánast hrópaði, röddin þvengmjó eins og í kórdreng en rám eins og í Rod Stewart:
JÁ, ÉG VEIT AÐ ÞÉR FINNST ÉG EKKI VERA JAFNGILDUR ÞÉR. ÉG VEIT AÐ SVONA FLÖSKUR EINS OG ÉG SEM EKKI ERU Í FÓKUS OG MEÐ TVÖ AUGU HÆGRA MEGIN ERU ASNALEGAR Í ÞÍNUM AUGUM. ÉG VEIT AÐ ÞÚ HELDUR AÐ ÞÚ SÉRT YFIR MIG HAFIN. ÉG VEIT AÐ EF ÞÚ ÆTTIR MIG MYNDIRÐU HELLA VERSTA ÓÞVERRA Í MIG OG HLÆJA SVO AÐ MÉR EÐA STILLA MÉR UPP Á SKÁP OG LÁTA MIG RYKFALLA !
Hann hélt áfram:
EN.........ÉG SKAL SEGJA ÞÉR ÞAÐ AÐ ÉG ER HR. ÚR FÓKUS OG LÆT HVORKI ÞIG NÉ NOKKURN ANNAN...................HLJÆJA AÐ MÉR !!!
Ég vissi ekki hvernig átti að bregðast við þessum látum í honum og afréð að flýja áður en kringumstæðurnar yrðu verri...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
BROSANDI TRÚÐUR
12.2.2008 | 00:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Minnir á...
6.2.2008 | 01:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Nokkur samsett orð
4.2.2008 | 02:24
Nokkur samsett orð, líklega undir áhrifum Hávamála að hluta. Hripað niður árið 2002.
FLUG
Tveir fuglar fljúga,
í flauelsmyrkri.
Örlaganorn á syllu situr.
Veit hún gjörla,
hvaða leiðir,
fuglar fljúga.
Flýgur fugl,
mót firru.
Heimska honum,
hylur sýn.
Annar flýgur,
í faðm opinn.
Brosa örlög,
og æska við.
Hvað rökum ræður,
veit enginn.
Að rata til róta,
enginn kann.
Örlaganorn á syllu situr,
sindra í augum sannleiksneistar.
Aðspurð víkur,
vanga undan.
Orð hennar búa,
englum hjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir kvöddu með virktum
2.2.2008 | 23:38
Þeir kvöddu með virktum og sögðust ætla að láta sig fljóta með fljótinu alla leið til fyrirheitna landsins.
Ég sá þá aldrei aftur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þær eru hópsálir
2.2.2008 | 03:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Glersprotar vaxa
1.2.2008 | 00:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þær stilltu sér fallega upp
30.1.2008 | 23:33
Þær stilltu sér fallega upp en brostu ekki. Dálítið eins og á gömlum íslenskum ljósmyndum þar sem enginn brosir en aldrei vantar hátíðleikann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þær söfnuðust saman í trékassann
30.1.2008 | 01:07
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)