Leikur og líf

Leikur og líf
 
Allt er lífið leikrit,
lesið illa yfir.
Fölsk og fúin minning
í framtíð dimmri lifir.
Klukkan trufluð tifar,
tregans handrit skrifar.
 
Ég kleif í háa kletta
og kallaði til þín.
Ertu þarna úti
ástin mín ?
Dapur logi að degi
loknum dvín.
 
Svar þitt týnt í sorta,
sótti ei til baka.
Týnt án ljóssins týru,
týnt án nokkura raka.
Í draumi mínum dvelur,
dásemd minnar firru.
 
Öll er veröld váleg,
vond og bölvun bundin.
Einatt svíður sárið,
blæðir sálar undin.
Ást mín öll í meinum,
marar djúpt í leynum.
 
Ég dró mér stysta stráið,
steytti á hvössu bergi.
Í brotum týndrar bænar,
bjó þar og hér og hvergi.
Kærleiks glóð er kulnuð,
kalinn hjartað sækir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband