BÚMERANG

BÚMERANG

 

Þú gafst mér von um veröld betri,

vinakoss á kalda kinn.

Lygi um dvöl í draumasetri,

dyr inn í sjálfan himininn.

Með ljúfum orðum laugst og tældir,

í leik sem var ei til í raun.

Sannleikann með sanni þvældir,

uns sjálf þú skildir ekki baun.

 

Í hjarta þínu pukrast púkar,

er pynta hverja þanda taug.

Meintar hvatir, myndir sjúkar,

er mana fram í dagsljós draug.

Úr minninganna súra safni,

ég sendi þig á gleymskuhaug.

 

Það stoðar lítt að rifja upp raunir,

og reyna að breyta tímans leik.

Hæpið er að lífið launi,

að láta gamlan kvitt á kreik.

Þú færð það sem þú lætur frá þér,

í fangið aftur minning kær.

Í skúffubréfi skrifuðu af mér,

sem skolast svo í þínar klær.


Enginn í röð

Lag Lalla frænda í demóútgáfu

 

ENDASTÖÐ

 

Hér í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd.

Góðar stundir.


Endastöð

...endastöð

 

það er enginn sem bíður í röð

hér á endastöð

fáeinir ræflar á stangli hingað og þangað

af fúsum og frjálsum fáir komnir

frekar af nauðsyn og kvöð

til þessa staðar hefur svo fáum langað

 

viltu stimpla þig inn ?

þú ert velkominn ...

 

þú fetar í feigðartröð

hér á endastöð

fólkið og svipirnir eigra um staðarins ganga

sum hver að leita eftir leið til baka

aðrir í snörunum hanga

fölnuð blöð haustsins og tár

galopin sár

 

viltu stimpla þig inn ?

þú ert velkominn ...

 

við erum sum sorglega glöð

hér á endastöð

brosin breiða yfir harminn í hjörtunum köldu

sannleikann geymum í skreyttum skrínum

rýnum í gleymskunnar blöð

rifjum upp sögur af vinum er gröfina völdu

 

viltu stimpla þig inn ?

vertu velkominn ...


Skautið

Hér í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd lagið

 

Skautið

 

Flutning annast Lalli frændi.


Lítið skref fyrir mannkynið...

35.000 flettingar á litlu síðunni hér frá upphafi.

Lítið skref fyrir mannkynið.

Stórt skref fyrir larusg.blog.is

                                                wink                                         


Farinn

Lag Lalla Frænda í demóbúningi

 

FARINN

 

Hér neðarlega í tónlistarspilara

síðunnar á hægri hönd.

 

Góðar stundir . . . 


Aðsetur Lalla Frænda ...

Hér heldur Lalli Frændi til ...


Enn af hljóði

Hér lag Lalla Frænda í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd.

 

Homeboy s  blues

 

Njótið vel...


Gjöf af gjalda

Hér í tilefni páska lagið

 

Gjöf að gjalda

 

Neðarlega í tónlistarspilara

síðunnar hér til hægri.


Eva lotion

Hér í spilara síðunnar efst.

Eva lotion

Hljóðverk Lalla frænda og nýtt af nál.


FLATBÖKUUNGLINGURINN

Minni á hljóðverkið 

FLATBÖKUUNGLINGURINN 

Hér í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd.

 

Góðar stundir ...


Sindrar blóð

 

SINDRAR BLÓÐ

Nýleg upptaka af laginu 

hér í tónlistarspilara síðunnar

á hægri hönd.

 

Lagið er neðarlega á listanum.

 


Postulín Smyrslanna

Góðir Gestir !

 

Hér í tónlistarspilara síðunnar neðarlega lagið 

 

POSTULÍN SMYRSLANNA 

 

Lagið er sem stendur í demóbúningi og nýútkreist.

 

Góðar stundir.


OKKAR FJÖLSKYLDA

Hér með innsett demóútgáfa lagsins OKKAR FJÖLSKYLDA.

 

Lagið má finna í tónlistarspilara síðunnar hér til hægri.

 

Góðar stundir !


Ló Fæ ljóð Lalla Frænda (Gestur)

LóFæ ljóð Lalla Frænda.

 

Ljóðið Gestur við hljóðverk innsett í tónlistarspilara síðunnar hér til hægri.

 

Ljóðið er mjög neðarlega á listanum.

 

Njótið vel !


ALLT & EKKERT

ALLT & EKKERT

 

Marmelaði og engifer,

óvart ég fann í skautinu á þér.

Kókoshnetu og gojiber,

einræðisherra og tyrkneskan her.

Margt kemur á óvart við elsku þig,

þú tekur lífið á annað stig.

Elskan mín sanna og eina.

 

Járnbrautateina og húfuder,

ég fann fyrir rælni á kafi í þér.

Friðlýstan þjóðgarð og gjósandi hver,

kotasælu og sjéníver.

Margt veldur furðu við krúttlegu þig,

margur vill sig halda mig.

Dúllan mín djarfa og hreina.

 

Við tefldum við Amor og töpuðum,

trúðum á steina.

Reiknuðum dæmið í þaula,

útkomu fengum ei neina.

Fljóð minna beina.

 

Úlfaaugu og fúinn kvist,

á leiðinni fann sem þú hafðir misst.

Glataða trú og takkaskó

og týnda barnið sem skríkti og hló.

Allt verður að engu og ekkert er hér,

það hverfur og verður að þér og mér.

Eitur og kvöl minna beina.

 

                                                  18.02 '18


Um skáldskap og vísindi

Skáldið gægist með höfuð sitt inn í himininn.

Vísindamaðurinn vill troða himninum inn í höfuð sitt.


ÁRAMÓTALJÓÐ

Þú varst maðkur á bekk sem einhver hafði sest á fyrir slysni og

flatt út. Grafkyrr í ljósi dapurlegra kringumstæðna.

Drepinn af rassi.

Kálað af tilfallandi vegfaranda sem grunlaus hefur nú á bossanum þrykk af þér.

 

Þú varst grunlaus þennan morgun þar sem þú silaðist upp fætur bekksins í slími þínu. Spenntur sem værir þú í frjálsu falli.

Og í ormheila þínum ómaði frómur frasinn í endalausu bergmáli. Frasinn sem segir að það sé ferðin en ekki takmarkið sem helgar blessað meðalið.

 

En Kæri Ormur...

Það er betra að hyggja að stað áður en af stað er tekið.


larusg.blog.is

larusg.blog.is


http://www.toyism.com

http://www.toyism.com

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband