Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Um ekkineittið
24.7.2009 | 12:15
UM EÐLI EKKINEITTSINS
hafir þú óttast
ekkineittið
skaltu hugsa á ný
út frá breyttum forsendum
því satt best að segja
virkar ekkineittið
alltaf stærst
þegar þú ert beint fyrir framan það
gakktu þónokkur skref (hægt)
afturábak
sjáðu hvernig ekkineittið
fjarlægist
og verður smám saman
nákvæmlega
ekkineitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fílósoffía um gjörning og afleiðingar
22.7.2009 | 12:06
hengja
svo er eins og glimti í prakkarann
einmitt þegar við héldum að allt væri vonlaust og kaffært í þokunni
allar rúður brotnar útkrotaðir veggirnir en enginn sökudólgur
hans sekt er ekki sönnuð (þ.e.a.s prakkarans) en af útlitinu að dæma
eru sterkar líkur á
að hans sé sökin
einhvern þarf að hengja
í nafni réttlætis
svo við getum gengið áfram veginn
í hárbeinni halarófu brosað og nikkað til náungans
í spekt og sátt
Bloggar | Breytt 23.8.2009 kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um mikilvæga leikinn
21.7.2009 | 12:10
ádrepa um mikilvæga leikinn
við tökum öll þátt
hvert á sinn hátt
í MIKILVÆGA leiknum
uppástrílaði nefndarformaðurinn
uppskafinn lögregluþjónninn
ofalinn þingmaðurinn
alklóki geðlæknirinn
bísperrtur ræðumaðurinn
rykfallinn alfræðingur
og allflestir hinir
æi
þú veist
óþarft er að hafa um það mörg orð
enda á allra vitorði
og í sumum tilfellum
tilvistarforsenda
og án leiksins þetta strögl hjómið eitt
enda leikurinn MIKILVÆGUR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HAPPY GLOBE #1
20.7.2009 | 02:39
(AÐ OFAN: FYRSTI HNÖTTUR VIÐ RÆTUR KEILIS, FYRIR NIÐURGRÖFT Á TOPPI FJALLSINS)
ÍSLAND UMGIRT MUNNBLÁSNUM HAMINGJUHNÖTTUM.
Munnblásnum og skreyttum glerhnöttum með jákvæðum texta, ljóðum og hvetjandi setningum, í mismunandi stærðum, plantað umhverfis Ísland. Textinn á hnöttunum verður á mismunandi tungumálum og grafinn í glerið sem tryggir aldalanga varðveislu.
Hnettirnir verða grafnir í jörð og komið fyrir í vörðum með 12 kílómetra millibili, jafnt nálægt vegum sem fjarri þeim.
"Lausahnettir" munu einnig grafnir í fjöll hér og þar um allt land.
Hringvegurinn sem slíkur er rúmir 1300 km en líklega munu glerhnettirnir sem mynda að lokum hring líggja á svæði sem er stærra, jafnvel um það bil 1400 km.
Á hnettina verða grafin jákvæðnisorð, ljóð og hvatningarorð hvað varðar aukna hamingju og betra líf okkar sem jörðina byggja. Á tímum þrenginga og sögulegra efnahagshrakfalla íslenskrar þjóðar má líta á þennan gjörning sem milt andsvar, við bölmóði og svartsýnishyggju. Jörðin er fóðruð með glerhnöttum sem ætlað er að dreifa jákvæðni um byggð sem óbyggð ból frónsins og varða Ísland friði og jákvæðni.
Glerið er í þessu samhengi tilvalið. Efnið sem slíkt getur varðveist í þúsundir ára svo til óbreytt og þar sem textinn á kúlunum verður grafinn í þær mun hann standa skýr og greinilegur um aldir.
Ætlað er að verkinu ljúki 2015.
Glerlistamaðurinn Lárus Guðmundsson annast dreifingu og gerð hamingju hnattanna.
Bloggar | Breytt 11.2.2010 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Project Happy Globe
19.7.2009 | 02:53
ÍSLAND UMGIRT MUNNBLÁSNUM HAMINGJUHNÖTTUM.
Munnblásnum og skreyttum glerhnöttum með jákvæðum texta, ljóðum og setningum, í mismunandi stærðum, plantað umhverfis Ísland. Textinn á hnöttunum verður á mismunandi tungumálum og grafinn í glerið sem tryggir aldalanga varðveislu.
Hnettirnir verða grafnir í jörð og komið fyrir í vörðum með 12 kílómetra millibili, jafnt nálægt vegum sem fjarri þeim.
"Lausahnettir" munu einnig grafnir í fjöll hér og þar um allt land.
Hringvegurinn sem slíkur er rúmir 1300 km en líklega munu glerhnettirnir sem mynda að lokum hring líggja á svæði sem er stærra, jafnvel um það bil 1400 km.
Á hnettina verða grafin jákvæðnisorð, ljóð og hvatningarorð hvað varðar aukna hamingju og betra líf okkar sem jörðina byggja. Á tímum þrenginga og sögulegra efnahagshrakfalla íslenskrar þjóðar má líta á þennan gjörning sem milt andsvar, við bölmóði og svartsýnishyggju. Jörðin er fóðruð með glerhnöttum sem ætlað er að dreifa jákvæðni um byggð sem óbyggð ból frónsins og varða Ísland friði og jákvæðni.
Glerið er í þessu samhengi tilvalið. Efnið sem slíkt getur varðveist í þúsundir ára svo til óbreytt og þar sem textinn á kúlunum verður grafinn í þær mun hann standa skýr og greinilegur um aldir.
Ætlað er að verkinu ljúki 2015.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)