HAPPY GLOBE #1

 keilir 006 

(AÐ OFAN: FYRSTI HNÖTTUR VIÐ RÆTUR KEILIS, FYRIR NIÐURGRÖFT Á TOPPI FJALLSINS)

ÍSLAND UMGIRT MUNNBLÁSNUM HAMINGJUHNÖTTUM.

Munnblásnum og skreyttum glerhnöttum með jákvæðum texta, ljóðum og hvetjandi setningum, í mismunandi stærðum, plantað umhverfis Ísland. Textinn á hnöttunum verður á mismunandi tungumálum og grafinn í glerið sem tryggir aldalanga varðveislu.

Hnettirnir verða grafnir í jörð og komið fyrir í vörðum með 12 kílómetra millibili, jafnt nálægt vegum sem fjarri þeim.  

"Lausahnettir" munu einnig grafnir í fjöll hér og þar um allt land.

Hringvegurinn sem slíkur er rúmir 1300 km en líklega munu glerhnettirnir sem mynda að lokum hring líggja á svæði sem er stærra, jafnvel um það bil 1400 km.

Á hnettina verða grafin jákvæðnisorð, ljóð og hvatningarorð hvað varðar aukna hamingju og betra líf okkar sem jörðina byggja. Á tímum þrenginga og sögulegra efnahagshrakfalla íslenskrar þjóðar má líta á þennan gjörning sem milt andsvar, við bölmóði og svartsýnishyggju. Jörðin er fóðruð með glerhnöttum sem ætlað er að dreifa jákvæðni um byggð sem óbyggð ból frónsins og varða Ísland friði og jákvæðni.

Glerið er í þessu samhengi tilvalið. Efnið sem slíkt getur varðveist í þúsundir ára svo til óbreytt og þar sem textinn á kúlunum verður grafinn í þær mun hann standa skýr og greinilegur um aldir.

Ætlað er að verkinu ljúki 2015.

Glerlistamaðurinn Lárus Guðmundsson annast dreifingu og gerð hamingju hnattanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingu með fyrsta hamingjuhnöttinn!

www.zordis.com, 24.7.2009 kl. 15:34

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

:) takk fyrir það Zordís; þarna er á ferð FJALLA HAMINGJU HNÖTTUR :)

Um verslunarmannahelgina hefst dreifing á hringvegs HAMINGJU HNÖTTUNUM. Þriggja daga labb til naflans, Þorlákshafnar :)

Kveðja frá klakanum !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband