LEIKUR UM ÁST

hann festist í spékoppum hennar ţegar hún brosti
hékk ţar og lék sér í djúpum holds hennar mjúka
fékk í eyrum ţegar hún hćkkađi raustina skćru
(hún hrópađi hátt á hundinn sinn)

hann lék sér um nćtur í löngum skođunarferđum
um andlitiđ fagurt, eyrun hans uppáhaldsstađur
ţar dvaldi hann um nćtur og varđ hluti af hennar ímynd
ţó ţótti honum miđur um sífelldar sturtuferđir
hvar vatniđ lamdi hann lítinn og votan og auman
ţá skreiđ hann sem lengst inn í nef hinnar verndandi gyđju
beiđ ţurrks eins og bóndi í nefgöngum unnustu sinnar

eins voru frostkaldir dagar eitur í beinum
ţá lumađi hann sér djúpt í hálsakot kvensniftarinnar
stundum hugsađi hann í ţögulli gleđi
um hlutskipti sitt og hlutverk í lífinu góđa
um stúlkuna fögru sem var hans íverustađur
allt hans og ekkert
hana grunađi fátt en stundum ţó klćjađi ögn
ţá brosti hann međ sjálfum sér og hugsađi:
bara ef hún vissi

ţannig hann dvaldi um hálfa og heila eilífđ
naut ásta viđ stúlkuna grunlausa ţó án ţess ađ fleka
söng hástöfum ástarsöngva sem ţó ekki heyrđust
og lifđi sem konungur ríkis sem hvergi er skráđ
hann minnir um margt á húsbćndur suma samt enga
sem frúhollir dvelja í málađri mynd sinna meyja
og brosa út í hyllingu um heim sem ađ alls ekki sér ţá
og festast í spékoppum sumir ţó alveg án gruns

ţetta er neđanmálsnóta um ásetning brosandi meyja sem meitla í stein
einsleit örlög og glósur um daga sem líđa viđ hjal
og skipa svo riddara í skák sinni (skikka ţeim pláss)
ţar sem ţeir geta skapađ sér rými og leikiđ
leikinn um ást


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Súrealískur ... spékoppar eru fallegir eins og dívanar sem snúa öfugt og bjóđa viđveru ljúfa stund.

www.zordis.com, 23.1.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guđmundsson

Zordís: Hárrétt. Heyrđu annars, gripirnir eru á leiđinni. Skammast mín fyrir framtaksleysiđ og biđst einlćgrar afsökunar.

Kveđur í sólina.

Lárus Gabríel Guđmundsson, 23.1.2009 kl. 21:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband