Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
?
30.8.2008 | 02:34
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
YNDISLEGA OLDSCHOOL
19.8.2008 | 11:56
RÓMVERJAR OG ÞESSIR
YNDISLEGA OLDSCHOOL
LILLA, BRÚNLEITU OG
FJÓLUBLÁU TÓNAR
TÓKU SÉR
BÓL
FESTU
Í ÞESSUM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
MOSAFÆðING HINNA LITRÍKU GLERKÚLNA
11.8.2008 | 12:00
Bloggar | Breytt 15.8.2008 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú sem fyrr
7.8.2008 | 02:36
í rykugu horni
undir hrúgu af óhreinum þvotti
faldi hann eymd sína
í myrkri skömm
líkri skömm forfeðrana
sem földu bækluð eða þroskaheft afkvæmin
innan þilja
svo enginn sæi smánina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tv made me a better man
3.8.2008 | 17:25
Dr. Phil
þú sem ert í kassanum
amerískt er þitt nafn
amerískt þitt ríki
verði þinn vilji, jafnt á sviðinu hjá þér sem hérna heima í stofu
gef oss í dag þín daglegu ráð
fyrirgefðu hvað við erum vitlaus
því þinn er skjárinn, tími minn og rásin
næsta klukkutímann að minnsta kosti
AMEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
160308
1.8.2008 | 01:37
160308
Fyrir fuglinn vaggandi á sjónum og starandi tungl syng ég ljóð mín.
Fyrir stjarfa ásjónu vofu sjálfs míns í speglinum dreymi ég líf mitt.
Fyrir þungan steininn í neti veiðimannsins skissa ég von mína.
Fyrir allan bláma hins heiðríka himins gef ég ást mína.
Fyrir þunnan hlátur trúðsins gef ég hjarta mitt.
Fyrir blikið í augum hórunnar gef ég sál mína.
Fyrir liti regnbogans skálda ég hamingju mína.
Fyrir allt sem flæðir gef ég daginn.
Fyrir vitfirrta nótt gef ég meðvitund mína.
Fyrir drauma gyðjunnar lifi ég.
Bloggar | Breytt 7.8.2008 kl. 03:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)