160308

quicksand copy

 

160308

Fyrir fuglinn vaggandi á sjónum og starandi tungl syng ég ljóð mín.
Fyrir stjarfa ásjónu vofu sjálfs míns í speglinum dreymi ég líf mitt.
Fyrir þungan steininn í neti veiðimannsins skissa ég von mína.
Fyrir allan bláma hins heiðríka himins gef ég ást mína.
Fyrir þunnan hlátur trúðsins gef ég hjarta mitt.
Fyrir blikið í augum hórunnar gef ég sál mína.
Fyrir liti regnbogans skálda ég hamingju mína.
Fyrir allt sem flæðir gef ég daginn.
Fyrir vitfirrta nótt gef ég meðvitund mína.
Fyrir drauma gyðjunnar lifi ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband