Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Villtir glerávextir finnast í vatni nálægt Keili

Samóma18-2.06.07

Rakst á þessa ávexti í vatni nálægt Keili.

Þeir virðast vaxa í vatni og glerjast með tímanum.

Mig grunar að þeir séu yfir 100 ára gamlir eða eldri.

Þeir fljóta um og speglast í hver öðrum.

Fela sig vandlega fyrir almenningi.

Ég er heppinn að hafa rekið augun í þá.

Ákvað að láta það eiga sig að taka þá með mér.

Helgispjöll.


Svo hurfu þeir til fjalla að lokum......í bili.

jola21

Svo hurfu þeir til fjalla að lokum......í bili.


Fjallið sem var aðeins til í einn dag...

fell9-20.05.07

Gekk upp á fjall síðasta sumar og leit á fuglana hátt yfir hafinu.

Gægðist fram yfir brúnina...

Ég velti því hvort þetta fjall sé í rauninni til því enginn sem ég hef talað getur sagt mér hvað það heitir. Ég finn það ekki á kortum. Kannski hefur það bara verið til þennan eina dag síðasta sumar ?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband