Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Villtir glerávextir finnast í vatni nálægt Keili
10.1.2008 | 00:41
Rakst á þessa ávexti í vatni nálægt Keili.
Þeir virðast vaxa í vatni og glerjast með tímanum.
Mig grunar að þeir séu yfir 100 ára gamlir eða eldri.
Þeir fljóta um og speglast í hver öðrum.
Fela sig vandlega fyrir almenningi.
Ég er heppinn að hafa rekið augun í þá.
Ákvað að láta það eiga sig að taka þá með mér.
Helgispjöll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Svo hurfu þeir til fjalla að lokum......í bili.
9.1.2008 | 02:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjallið sem var aðeins til í einn dag...
8.1.2008 | 03:09
Gekk upp á fjall síðasta sumar og leit á fuglana hátt yfir hafinu.
Gægðist fram yfir brúnina...
Ég velti því hvort þetta fjall sé í rauninni til því enginn sem ég hef talað getur sagt mér hvað það heitir. Ég finn það ekki á kortum. Kannski hefur það bara verið til þennan eina dag síðasta sumar ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)