Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

og akríll á striga...

gríma

Blásið og skrapað gler og akríll á striga...


Og Tíminn gengur hljóðum skrefum inn um þínar dyr

Ég ætlaði einu sinni að verða skáld. Það var þegar heimurinn var aðeins einfaldari og áður en ég komst að því að skáld þéna að jafnaði enga peninga. Það finnast gossjálfsalar út um allt en engir ljóðasjálfsalar; því miður. Ef svo væri væri heimurinn betri. Hér er lítið ljóð um tímann orðið ellefu ára gamalt. Njótið heilla !

 

UM TÍMANN (EÐA TÍMINN ER GAMALL MAÐUR MEÐ HARÐKÚLUHATT)

- Og Tíminn gengur hljóðum skrefum inn um þínar dyr, 

þurrkar ekki af sér og skeytir ekki um boð.

Sá eini sem er heilagur og situr aldrei kyrr,

og þó svo að hann vingist við þig fer hann alltaf aftur.

Hann gerist oftast þaulsetnari en flestir aðrir gestir,

segir ótal sögur um tilveruna og þig.

Sá eini sem á orðið þegar allir eru sestir,

hann veit allt um alla en ekki neitt um sig.

Talandi hans er töfrandi og hrífur þig með sér,

táldreginn þú spyrð ekki um áfangastað.

Hann talar um heimskingjann er gröfina gróf sér,

með gleði á svip við sitt heimahlað.

Hann talar um svaninn er syngjandi flýgur,

frá alnyrsta heimskauti sólina í,

og örmagna hugsi er niður hann hnígur;

"allt þetta til að hitna á ný".

Sumt af þessu skilurðu, annað tekur tíma,

og þegar Tíminn stendur upp hneigir sig og fer,

finnurðu að þitt líf var aðeins lítil skammlíf skíma,

og veist um leið að Tíminn kveikti hana handa þér.                                                   

 


Í mótun...

heitt

Í mótun...


Hann fæddist með búk úr ryðfríu stáli

iceglass.is 576

Hann fæddist með búk úr ryðfríu stáli, glerspjót í hendi af minni gerðinni, seinna missti hann höfðuðið en það gerði ekkert til því hann fékk í skiptum þetta fína glerhöfuð. Hann ferðaðist víða með járntöskuna sína þangað til hann missti höfuðið að nýju. Ég sé honum bregða fyrir annað slagið og fæ alltaf samviskubit yfir því að skella ekki öðru höfuði á kappann...


Hringdu í hana...

iceglass.is 496

Frú Glöð baðar sig í sólinni, tekur slátur á hverjum degi, heldur saumaklúbb vikulega, heklar veggteppi, leggur fyrir peninga fyrir ellina, er í kór og kiwanisklúbb, heldur tombólur til styrktar fötluðum og vill hjálpa þér að verða betri einstaklingur.

Hringdu í hana...


Keisarinn, hafmeyjan og litli ljóti andarunginn...

hca

Keisarinn, hafmeyjan og litli ljóti andarunginn...


Hr. Litríkur Glerhaus tapar stríðinu (fyrsti kafli)

LITRÍKUR_GLERHAUS

Herra Litríkur Glerhaus hafði tapað stríðinu við Hvítu Kúlurnar. Þær höfðu svipt hann búknum og rænt hann auðnum. Nú hvíldi hann höfuðið á svörtum steinum og beið þess að besti vinur hans; búkagerðamaðurinn Búbbi Tjull kæmi og bjargaði honum, vonandi með nýjan búk handa honum undir hendinni. Það var hægara sagt en gert. Hvítu Kúlurnar stóðu vörð um Hr. Lítríkan Glerhaus og voru allar hinar vígalegustu....

Framhald fylgir....


Það risu tveir englar úr björtu vatni. Það var síðasta sumar og sólin steig upp klukkan fjögur um nóttina...

VATNSENGLAR

Það risu tveir englar úr björtu vatni. Það var síðasta sumar og sólin steig upp klukkan fjögur um nóttina...


LÍTIÐ OG EITT DVALDI EPLIÐ VIÐ GJÓTUNA

GJÓTUEPLI

Lítið og eitt dvaldi eplið við gjótuna. Það vissi af þverhnípinu og að næsta vindhviða gæti mögulega þeytt því niður í kolsvart dýpið...


Hann missti annan fótinn fyrir mörgum árum

frostskip

Hann heitir Villy og er járnsmiður. Gamall maður, hvíthærður með góðlegan svip. Hann missti annan fótinn fyrir mörgum árum vegna þess að hann datt niður úr tréi. Í mörg ár hélt hann fast í að halda fætinum sem gerði í raun ekkert annað en að valda honum kvölum. Þar kom að að hann var skorinn af. Hann gekk með gervifót. Bjó í gömlu húsi í litlum bæ í norðurhluta Danmörku með konunni sinni sem leit út eins og hálf álfkona, og íslenskum hundi sem gelti alltaf þegar ég bankaði upp á. Villy gerði statífin undir þetta fat eftir kúlupennateikningu sem ég lét hann fá. Hann á lítið verkstæði þar sem hann dundar við málmvinnu ýmiskonar, notalega innréttað í skúrnum hjá honum. Þegar ég flutti búferlum sagði hann mér að hann væri að hugsa um að leggja verkstæðið niður...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband