Sjálfhverft blogg

Mér virðist sem skipta megi bloggum fólks í bloggheimum í þrjá flokka; sjálfhverf blogg, málefnaleg blogg og svo sjálfhverf og málefnaleg blogg. Þetta blogg er sjálfhverft.

Ljóðið hér fyrir neðan er skrifað fallegt sumar í Grikklandi fyrir nokkrum árum síðan. Njótið vel...

Mynd eftir höfund (Blek á pappír)Draumur í hita #3

Andadráttur þinn svæfandi vindur í eyra mér.

Hár þitt freyðandi öldur á vanga mínum.

Ég sekk til botns í þér.

Ég heyri þig syngja niður í djúpið.

Lyktin af þér sölt eins og sjórinn sem þú elskar.

Grænblátt haf sem við elskuðumst í.

Í skauti sólbarinna fjalla.

Ást full af sumri og hlátrinum frá þér.

Ást full af sumri og ljósbláu lífi.

Ást full af þér.

Dreymandi eðla á hvítum vegg.

Hálfur máni við fjallsins egg.

Augu þín vitar í myrkrinu.

Návist þín vakandi draumur í hjarta mér.

Ég sekk til botns í þér.

Ég heyri þig syngja niður í djúpið.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband