Færsluflokkur: Ljóð

Lítil klausa um taugaveiklaðan mann

Verandi áhugamaður um orð og samsetningu orða hef ég gengið í gegnum allskyns tímabil. Flest algild sannindi hafa fölnað í tímans rás og baráttan við heild og eitthvað sem mætti kallast "stíl" heldur áfram. Litla klausan um taugaveiklaða manninn er frá svona tímabili. Njótið heilla !

LÍTIL KLAUSA UM TAUGAVEIKLAÐAN MANN 

Vakinn og sofinn,
daufur og dofinn.
Á ystu nöf,
við eigin gröf,
gengur hann.
Skyggnist um,
með stjörfum augunum.
Hann ferðast einn,
hér er ei neinn.
Það veit hann vel,
en þandar taugar flytja huga boð,
um hættur og vonda hluti, illa menn.

Óræðir skuggar flökta inn á augnlokunum,
í hvert sinn sem hann blikkar augunum.
Útlínur martraða sem bíða færis.

Hann man ekki hvers vegna hann kom hingað eða hvaðan,
en það er eins og hann rámi í,
að hann sé á leiðinni eitthvað.

- Lárus G


Rætur

                                  RÆTUR                                    

Í geislandi birtu þessara nátta;
gríp ég tunglið með augunum,
melti það með hjartanu,
og í huga mér fæðist sú hugsun,
að hér eigi ég heima.

 


BLAÐBERABLÚS

Á meðan löghlýðnir borgarar bæla

þjóhnöppum í beðla

læðist dularfulli blaðberinn mynd.eftir.hofund

kattfimum fótum

um hverfið

og læðir mogganum

innum lúgurnar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband