Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007
Driftwood, poetry and glass. Myndklippa úr heimildarmynd
30.7.2007 | 00:44
Viđ strönd á Reykjanesi datt mér í hug ađ fallegt vćri ef fleiri ljóđskáld sameinuđust um útgáfu ljóđa á rekaviđ sem fleyta myndi út til hafs. Gleriđ speglađist í haffletinum ţar sem ég gekk um og myndađi glerinnsetningar á stađum, ţađ var fullkomiđ logn og heiđríkja og ţetta verkefni virtist í mínum huga óumflýjanlegt. Ég hef síđan unniđ ađ ţessu litla verkefni og hér er lítil klippa af ţessu. Vonast til ađ fullklára ţetta innan mánađar. Vantar eitt til tvö skáld í ţetta, svo ef einhver lúrir á litlu skáldi látiđ mig vita. Njótiđ vel. Í klippunni flytur ljóđskáldiđ Brynjar Jóhannsson eitt ljóđa sinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Fleygir skotar
28.7.2007 | 00:03
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fleyg orđ
26.7.2007 | 22:03
Stundum verđur tilveran svo eindćma ţurrkuntuleg og gráleit og einhćf. Ţá má minnast orđa Dags heitins snillings Sigurđssonar...
"Veitiđ lífi inn í skynsemi yđar, svo ađ skynsemi yđar verđi lifandi."
- Dagur Sigurđsson
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Samóma - Glerinnsetningar til skammtíma og langtíma í íslenska náttúru
24.7.2007 | 22:33
Ég er sem fleiri heltekinn af íslenskri náttúru í allri sinni hrikaleik og dýrđ. Ég hef um skeiđ gert mér sérstakt ómak viđ ađ njóta hennar eftir ţví sem tími gefst til, leikiđ mér međ gleriđ mitt og bara lifađ.
Myndin hér er sú fyrsta í verkefni sem stuđlar ađ ţví ađ sameina glerlist mína íslenskri náttúru. Vona ađ ţeir sem kíkja njóti vel.
(Sökum samanţjöppunar á gćđum til ađ geta hent ţessu upp hér, mćli ég međ ţví ađ láta ţađ eiga sig, ađ stćkka myndbandiđ upp í fulla skjásýn.)
Tónlistin er af litlum geisladisk sem ég vann ađ hluta til í samvinnu viđ sellóleikara nokkurn, Cosmo D, búsettan í New York. Diskur ţessi náđi ţeirri frćgđ ađ prýđa vefverslun Smekkleysu á sínum tíma en hefur annars bara yljađ vinum og kunningjum um eyrnasnepla.
Bloggar | Breytt 25.7.2007 kl. 12:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
UM ÚTSTROKUN EGÓSINS
21.7.2007 | 10:01
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
BLAĐBERABLÚS
19.7.2007 | 08:00
Á međan löghlýđnir borgarar bćla
ţjóhnöppum í beđla
kattfimum fótum
um hverfiđ
og lćđir mogganum
innum lúgurnar
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Sjálfhverft blogg
16.7.2007 | 00:19
Mér virđist sem skipta megi bloggum fólks í bloggheimum í ţrjá flokka; sjálfhverf blogg, málefnaleg blogg og svo sjálfhverf og málefnaleg blogg. Ţetta blogg er sjálfhverft.
Ljóđiđ hér fyrir neđan er skrifađ fallegt sumar í Grikklandi fyrir nokkrum árum síđan. Njótiđ vel...
Draumur í hita #3
Andadráttur ţinn svćfandi vindur í eyra mér.
Hár ţitt freyđandi öldur á vanga mínum.
Ég sekk til botns í ţér.
Ég heyri ţig syngja niđur í djúpiđ.
Lyktin af ţér sölt eins og sjórinn sem ţú elskar.
Grćnblátt haf sem viđ elskuđumst í.
Í skauti sólbarinna fjalla.
Ást full af sumri og hlátrinum frá ţér.
Ást full af sumri og ljósbláu lífi.
Ást full af ţér.
Dreymandi eđla á hvítum vegg.
Hálfur máni viđ fjallsins egg.
Augu ţín vitar í myrkrinu.
Návist ţín vakandi draumur í hjarta mér.
Ég sekk til botns í ţér.
Ég heyri ţig syngja niđur í djúpiđ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)