KONAN MEÐ RYKSUGUNA
24.1.2009 | 12:20
jón múli malaði sögur um látna menn
og konan með ryksuguna lét ekki bilbug á sér finna
heldur horfði fast í bláleitt teppið og nuddaði hausnum
fram og aftur
einbeitt og athugul
mótorinn á fullu
funheitur af áreynslu
látinn ganga svo klukkutímum skipti
á meðan konan með ryksuguna
fékk hugsjón sinni framfylgt
um hreinni og betri heim
þar sem rykkorn hversdagsins
létu hvergi á sér hræra
og blettir og sull heyrðu sögunni til
það var sem allt hyrfi í svarthol
pokans sem tilheyrði vélinni
konan með ryksuguna var dagfarsprúð og þekkt af góðu einu
þó skipti hún skapi
en aðeins þegar bakkus blés henni kjark í brjóst
þá króaði hún húsbóndann af í betri stofunni
hellti úr sneysafullum skálum reiðinnar
þrumaði og roðnaði af heiftinni einni saman
hringdi í fjarskyld ættmenni
þusaði um gamlar syndir og mein
eða velti lúmskri sök yfir á grunlausan ættingjann
fastan hinu megin línunnar
ef í fjarskanum heyrir þú suð þrálátt
sem aðeins er brotið upp af djasshljómum múlans
þá máttu ganga að því vísu
að þar fer
konan með ryksuguna
og konan með ryksuguna lét ekki bilbug á sér finna
heldur horfði fast í bláleitt teppið og nuddaði hausnum
fram og aftur
einbeitt og athugul
mótorinn á fullu
funheitur af áreynslu
látinn ganga svo klukkutímum skipti
á meðan konan með ryksuguna
fékk hugsjón sinni framfylgt
um hreinni og betri heim
þar sem rykkorn hversdagsins
létu hvergi á sér hræra
og blettir og sull heyrðu sögunni til
það var sem allt hyrfi í svarthol
pokans sem tilheyrði vélinni
konan með ryksuguna var dagfarsprúð og þekkt af góðu einu
þó skipti hún skapi
en aðeins þegar bakkus blés henni kjark í brjóst
þá króaði hún húsbóndann af í betri stofunni
hellti úr sneysafullum skálum reiðinnar
þrumaði og roðnaði af heiftinni einni saman
hringdi í fjarskyld ættmenni
þusaði um gamlar syndir og mein
eða velti lúmskri sök yfir á grunlausan ættingjann
fastan hinu megin línunnar
ef í fjarskanum heyrir þú suð þrálátt
sem aðeins er brotið upp af djasshljómum múlans
þá máttu ganga að því vísu
að þar fer
konan með ryksuguna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.