Hughrif í Júní

Hughrif í Júní
 
Draugabær, flækja hugsana minna.
Niðurhal af fúlustu angist.
Margrætt net fangar fætur mína.
Hér virðist ég fastur, negldur á kross vanans.
Get samt farið í allar áttir,
eins og ljósgeislinn,
úr vasaljósinu.
Áhaldið í hendi mér.
 
Fúafen, draumarnir löngu farnir.
Upphala gömlum gerðum,
í firrtri von um úrlausn.
Skilgreining geðveikinnar.
Endurtekningin sem leiðir
ætíð til þess sama.
Svo glögglega viðeigandi
að það tekur því ekki að tala meira um það.
 
Sorgin hefur bugað þennan trúð.
Í það minnsta á degi sem þessum.
Á degi sem inniheldur stillu sem ég læt mér nægja.
Ég á hér heima,
bý mér ból meðal þögulla vitna.
Tel mér ekki til tekna
þessa stöku tilburði
til upphafningar og mikilmennsku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband