MOLDARBARN

 
Moldarbarn
 
 
Ég er fæddur í myrkri og held ég sé holunnar barn,
hálfur er gerður úr moldu og restin úr hálmi.
Haldreipi tilveru minnar er takmarkið sjálft,
um að tvístrast ekki í eindir undir hulinshjálmi.
Og halda fast í reipið, feta mig hærra,
upp í frelsið og gera líf mítt stærra.
 
Ég hef trúað að aldrei ég verði verkunum meiri,
þó eru verk mín að mestu grafin og gleymd.
Það virðist vera að ástin sé verkunum ofar,
sé verkuð fremur í tímans stóru geymd.
Ég reyni að sjá í dögum verka villu,
vera til friðs og skreyta mína hillu.
 
Mér finnst vandi að sjá gegnum rimlanna röðul á stundum,
reyni að eigja skímu myrkrinu í.
Pírandi augun og pota í það sem ei hreyfist,
pæli í engu og sumu og öllu því.
Þrái að þroskast mega á lífsins vegum,
það murrar í huganum ólundarlega tregum.
 
Já ég er fæddur af moldu og því er ég moldarbarn,
ég móki í holunni einn og held á mér hlýju.
Kanna hvort von sé á góðum og glæði minn eld,
gæfan hún hjaðnar svo vaxið hún megi að nýju.
Víst er að sú blessun er svikul og stál mun sverfa,
og svo mun ég aftur til minnar moldar hverfa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband