Júdas (fyrir bakþankana)

Júdas (fyrir bakþankana)

 

Þú hélst mig vera gull en sjálfur var ég silfur,

svikull eins og glampinn sem skín í augum mér.

Yfirborð mitt kært en í höfði mínu kylfur

kaldlyndis sem rætur á í hjartanu á mér.

 

Svo ég lagði lúmskur net mín í myrkan sjó 

og meinti góðan afla í eigin vasa.

Fannst af kærleik, von og trú komið meira en nóg,

hinn kæri skyldi í hvelli þjást og hrasa.

 

Veröldin er köld og lífið jafnan hverfult,

ég kýs mér eigin leiðir þar sem heiðurinn er minn.

Í mínu ríki er aðeins einn sem ræður,

þó rói ég í einsemd og feli spegilinn.

 

Og á meðan ég tel silfur mitt í sælu,

mun spámaðurinn leiddur í prísundina inn.

Og ég brosi og ég hlæ í hamingju minni,

en hef ekki hugmynd um að gálginn sé minn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey Pax, langt síðan síðast! Flott ljóð hjá þér. Ert enn að búa til tónlist? Þetta var nú nokkuð gaman þetta tímabil þarna í FEM þ.e. tónlistarsamsuðurnar sem við gerðum.

Siffvilnius (IP-tala skráð) 29.6.2018 kl. 14:33

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Blessaður og sæll vinur, 

jú enn að leynt og ljóst.

Hér í tónlistarspilara síðunnar á hægri hönd eru upptökur af hinu og þessu.

Dálítið bland í poka og elstu upptökurnar upp í 20 ára gamlar. Á soundcloud heiti ég LALLI FRAENDI. Þar er slæðingur af efni, meira heildrænn blær á því.

Hvað með þig kæri vinur ?

Hvernig var það, var FEM ekki með sér síðu einhversstaðar eða hvað ?

Frábært að heyra frá þér !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 29.6.2018 kl. 15:04

3 identicon

Sömuleiðis gaman að rekast á þig. Jú fem var með einhverja síðu, ég get samt ómögulega munað hvar, nema það var einhver frí síða sem við settum þetta á, kannski er þetta enn uppi? Ég ætla að tékka spilarann í tölvunni, hann hemur ekki fram á ipad.

Ég bjó til nokkur forrit, sjá islenskt.com, nú og svo hef ég verið að búa til tónlist nokkuð þétt síðan á fem tímabilinu. Gaf út plötu með netbandi 2009 með nafninu The Coma Cluster. Tveir voru á Íslandi, einn í New York, einn í Kaukmannahöfn og ein í Japan. Hérna er eitt lag af henni https://m.youtube.com/watch?v=Zz_UW4WgIYE

Er að mixa plötu sem kemur út bráðlega og svo er ég byrjaður á næstu. Það verður Hard Bop jazz ala. Lee Morgan. Hver er Lee Morgan segir þú, hann var trompetleikari ansi snjall og hrikalega góður! Chekkit át hérna https://m.youtube.com/watch?v=ejxGcL0M46U og hérna https://m.youtube.com/watch?v=NBx9ktBnb4E

Annars þori ég að veðja að þú hafir gaman af þessu https://m.youtube.com/watch?v=4zH9Zca1vRM followed by https://m.youtube.com/watch?v=GnEmD17kYsE

Happy times :)

Siffvil (IP-tala skráð) 30.6.2018 kl. 04:21

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Blessaður Siffvilnius,

spennandi hlutir hjá þér. Er að hlusta á lagið sem þú bentir á með Coma Cluster.

Greinilega mjög metnaðarfullt hjá ykkur. Djúpir hlutir í þessu myndbandi.

Eru fleiri lög á netinu ?

Lee Morgan er greinilega maður sem maður getur sökkt sér í. Takk fyrir hintið.

Takk fyrir linkana, tær snilld :)

Gott að heyra frá þér vinur, ef til vill eigum við upp í erminni fleiri FEM collabs ?

Meilið hjá mér er larusgudmundsson@gmail.com

Sendu línu og kannski við getum haldið eitthvað áfram með þetta gæluverkefni.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 30.6.2018 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband