Hvurn sinn fingur

Hvurn sinn fingur

Við verðum til sem brum á lífsins tréi,
tvístrumst svo í óteljandi áttir.
Reynum saman reynslunni að safna,
sem rennur inn um óteljandi gáttir.
Hafa og gera gott og illu hafna.
 
Lifið er bara leikur,
lifðu og vertu keikur.
 
Við stöndum jafnvel strauminn upp í hné,
stútfull af okkur sjálfum, okkar mætti.
Oftast nær þó skrattinn nema skammt,
og skelfir okkur hvert með sínum hætti.
Er mætir ólán lífsins lúmskt og rammt.
 
Lífið sjálft sig lofar,
ólani öllu ofar.
 
Gott er að hafa Guð í lífí sínu.
Þá gerast undrahlutir sér og sjálfir.
Og það þó hvergi komum við þar að,
þroskast hlutir í heilt sem voru hálfir.
Lífsins skrifast ljóðrænt fagurt blað.
 
Um sjálft sig lífið syngur,
sverfist um hvurn sinn fingur.
 
Þú ert sjaldnast einn í köldu amsturs stríði,
ef eirir þú þeim sem þér vilja vel.
Þér stendur æ til stuðnings englaher,
með opinn faðm og vináttunnar þel.
Sem vilja vera í lífinu hjá þér.
 
Lífið til láns er fallið,
ljúft er gæfukallið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband