Um lætin í Hr. Úr Fókus

hr.úr.fókusHann var æstur og nánast hrópaði, röddin þvengmjó eins og í kórdreng en rám eins og í Rod Stewart:

JÁ, ÉG VEIT AÐ ÞÉR FINNST ÉG EKKI VERA JAFNGILDUR ÞÉR. ÉG VEIT AÐ SVONA FLÖSKUR EINS OG ÉG SEM EKKI ERU Í FÓKUS OG MEÐ TVÖ AUGU HÆGRA MEGIN ERU ASNALEGAR Í ÞÍNUM AUGUM. ÉG VEIT AÐ ÞÚ HELDUR AÐ ÞÚ SÉRT YFIR MIG HAFIN. ÉG VEIT AÐ EF ÞÚ ÆTTIR MIG MYNDIRÐU HELLA VERSTA ÓÞVERRA Í MIG OG HLÆJA SVO AÐ MÉR EÐA STILLA MÉR UPP Á SKÁP OG LÁTA MIG RYKFALLA !

Hann hélt áfram:

EN.........ÉG SKAL SEGJA ÞÉR ÞAÐ AÐ ÉG ER HR. ÚR FÓKUS OG LÆT HVORKI ÞIG NÉ NOKKURN ANNAN...................HLJÆJA AÐ MÉR !!!

Ég vissi ekki hvernig átti að bregðast við þessum látum í honum og afréð að flýja áður en kringumstæðurnar yrðu verri...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ja sjálfsálitið er allavega ekki að drepa hr úr fókus

Guðríður Pétursdóttir, 12.2.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Guðríður: Nei, hann ræðst hiklaust til atlögu við vöðvaþrútna menn sem eru hundrað sinnum stærri en hann. Hugrökk lítil flaska ! Nema þetta sé dulbúin minnimáttakennd ? Annars er ég hálf hræddur við hann svo mig langar ekkert að komast að því hvort það er...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Sigga

Mér finnst hann vera hún.

Sigga, 13.2.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sigga: Já, mögulega en það er erfitt að segja, þekki hann bara undir nafninu Hr. Úr Fókus....en kannski þvengmjó röddin komi upp um hana ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: www.zordis.com

Gæti verið hún eftir eina Whiský .... gæti verið, eða hvað.  Annars held ég að það sé töluvert góður andi, sköpunargyðjurnar sveima um í stúdíóinu hjá þér! 

Sá á netflakki auglýsingu um sýninguna sem Embla mun halda hjá ykkur félögum.

Allt að gerast sem er gott!

www.zordis.com, 13.2.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Zordís: Þetta mál með kynið á Hr. Úr Fókus er farið að fara á sálina á mér. Málið er að ég held að "hann" sé kynlaus eða tvíkynja. Engin merki sjást um kyn enda er "hann" flaska.

Jú, Embla Dís sýnir næsta mánuðinn á verkstæðinu hjá okkur, kannski stingur þú upp myndum einn mánuðinn ? Væri gaman að því ...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Kreppumaður

Minnir mig á þvagflösku af spítala, nema bara með andlit.

Kreppumaður, 13.2.2008 kl. 22:30

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Kreppumaður: Lífið væri betra ef spítalarnir keyptu þessar flöskur í þau afnot, bæði fyrir sjúklinga og mig !

Ég myndi samt ekki gera þessari flösku það ef ég væri þú.....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já ég held að kreppumaður kæmi ekki heim óskrámaður ef hann reyndi það

Guðríður Pétursdóttir, 14.2.2008 kl. 00:53

10 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Guðríður: Hr. Úr Fókus bítur frá sér !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 00:58

11 Smámynd: www.zordis.com

Hr. Fókus er að sjálfsögðu kynlaus kynjaflaska, afskaplega skemmtilegar hugmyndir sem vakna oft hér á síðunni þinni.

En ég hlakka alltaf mikið til að fá meilið frá þér   ......

www.zordis.com, 14.2.2008 kl. 19:13

12 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Zordís: Takk fyrir komment....ég lofa því að koma meilinu af stað....LOFA LOFA LOFA

Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband