Færsluflokkur: Bloggar
ég skal elska þig . . . .
10.12.2009 | 18:06
ég skal elska þig . . . . . . . . . (að eilífu amen)
Jafnt í verstu hríðum sem í guðsbjartri blíðu,
skal ég elska þig.
Á bikarsvörtum nóttum sem um ofbjarta daga.
Hann sagði að eilífu, bísperrtur kuflinum í,
presturinn þú manst, við játtum og kysstumst við hlið hans.
Ég held í það fast eins og fíkillinn í grammið,
því þín atlot eru albesta nammið.
Jafnt á góðæristímum sem í hyldjúpri kreppu,
skal ég vera kallinn þinn.
Þessi sem kaupir í matinn og dregur björg í bú,
sér um viðhald á heimilinu og þolir þig þegar þér blæðir.
Þegar kaldir gustar vetrar um þig næða,
skal ég hita þér.
Þau köstuðu á okkur hrísgrjónum, daginn þú manst,
ættmenninn sem við sum hver kunnum að meta.
Það beið okkar fínn bíll með einkadræver og öllu,
þú hlóst og sagðir "það er naumast fíneríið".
Jafnt í stjarfri gleði vínandans sem í verstu timburmönnum,
skal ég halda mér í hálmstráið okkar.
Ungæði þitt forna heiðra og fagna nýju hrukkunum sem
kremin sem þú kaupir fá ei eytt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hamingjuhnöttur hinn fyrsti
8.12.2009 | 07:01
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
úr helli Rembrandts
5.12.2009 | 09:08
nóta úr helli Rembrandts
iða sem fló á skinni meginlandsins
bein lína fugla á gráhimni
og fólk sem ætlar engan endi að taka
hef tekið mér ból
í helli Rembrandts
sem er málaður í skammlausum lit
mergðin er friðsöm
sneysafull af brosum
krúsídúllur
og díteilin yfirkeyrð
á níðþungum kubbunum
hér ómar suðið
geyspið
andvarp tímans
veikt úr sýkjunum
undan gangstéttum
hvísl
jafnt í myrkrinu flauels sem í egghvítum morgninum
Bloggar | Breytt 16.12.2009 kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
snjóljóð
4.12.2009 | 10:26
SNJÓLJÓÐ
ég geng á hvítri sléttu
í kaldri stillu vetrar
lít í bláum fjarska
fallegt lítið blóm
heyri í hjarta mínu
hægan vindsins óm
ég geng svo hljóðum skrefum
heyri ekki marrið
undan þungum skónum
aðeins þetta hljóð
og
veit í snöggri vissu
að veröld mín er ljóð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
nefnd ónefnd
15.11.2009 | 00:55
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
grunur um lok #99
4.11.2009 | 13:43
grunur um lok #99
það læðist að grunur
um dauða
hnignun og jafnvel það skjóti upp
kollinum
gamalli mynd dálítið eins og
í seipía tónum
af hrungjörnum laufum
og haustskógum sem teygja sig
til enda veraldar
þyngdaraflið
virðist hafa gefið í til muna
þrýstir þér niður í gólfið
eða skellur á eins og straumþung á
ræturnar liggja í jörðinni
teygja sig hálfa leið til hvæsandi kjarnans
Bloggar | Breytt 5.11.2009 kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KH
1.11.2009 | 23:16
KLYFI HERÐAR
INNSETT Í SPILARA TÓNLISTAR Á SÍÐUNNI
HÉR TIL VINSTRI
G Ó Ð A R S T U N D I R
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjoppuvísa
1.11.2009 | 14:15
Sjoppuvísa
Siggu með sinnepið
henni blöskrar sem fyrr
þessi bíræfni kúnnans
sem treður sér fremst í röðina
hafðu þig hægan
þú átt engan rétt
æpir Sigga með sinnepið
og gefur puttann
aftur og enn á ný
Sigga með sinnepið
er hörð í horninu
enda margreynd í bransanum
og þykkur er skrápurinn
mig svíður samt höfnunin
en skil hennar viðhorf
þú færð enga afgreiðslu
hér
æpir sigga með sinnepið
aftur og enn á ný
Sigga með sinnepið
hefur ljóðrænt eðli
sem nær ekki að blómstra
yfir pulsupottunum
hana dreymir um dáð
jafnvel innskot í spjallþætti
það endar ekki hér
hugsar Sigga með sinnepið
aftur og enn á ný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nl
31.10.2009 | 04:34
Nýtt lag í tónlistarspilaranum til vinstri: SJOPPUVÍSA
Njótið vel :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)