úr helli Rembrandts

nóta úr helli Rembrandts

iða sem fló á skinni meginlandsins
bein lína fugla á gráhimni
og fólk sem ætlar engan endi að taka
hef tekið mér ból
í helli Rembrandts
sem er málaður í skammlausum lit

mergðin er friðsöm
sneysafull af brosum
krúsídúllur
og díteilin yfirkeyrð
á níðþungum kubbunum

hér ómar suðið
geyspið
andvarp tímans
veikt úr sýkjunum

undan gangstéttum
hvísl
jafnt í myrkrinu flauels sem í egghvítum morgninum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband