ég skal elska þig . . . .

ég skal elska þig . . . . . . . . .  (að eilífu amen)

Jafnt í verstu hríðum sem í guðsbjartri blíðu,
skal ég elska þig.
Á bikarsvörtum nóttum sem um ofbjarta daga.

Hann sagði að eilífu, bísperrtur kuflinum í,
presturinn þú manst, við játtum og kysstumst við hlið hans.
Ég held í það fast eins og fíkillinn í grammið,
því þín atlot eru albesta nammið.

Jafnt á góðæristímum sem í hyldjúpri kreppu,
skal ég vera kallinn þinn.
Þessi sem kaupir í matinn og dregur björg í bú,
sér um viðhald á heimilinu og þolir þig þegar þér blæðir.
Þegar kaldir gustar vetrar um þig næða,
skal ég hita þér.

Þau köstuðu á okkur hrísgrjónum, daginn þú manst,
ættmenninn sem við sum hver kunnum að meta.
Það beið okkar fínn bíll með einkadræver og öllu,
þú hlóst og sagðir "það er naumast fíneríið".

Jafnt í stjarfri gleði vínandans sem í verstu timburmönnum,
skal ég halda mér í hálmstráið okkar.
Ungæði þitt forna heiðra og fagna nýju hrukkunum sem
kremin sem þú kaupir fá ei eytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 11.12.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Aprílrós: Takk fyrir kvittið og væntanlega lesturinn. Broskall tilbaka . . .

Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband