Hljóðagrúsk Lalla Frænda

Hljóðagrúsk Lalla Frænda


Bréfið til drullupollsins

Hér nýtt í spilara síðunnar neðarlega hljóðverkið

 

BRÉFIÐ TIL DRULLUPOLLSINS

 

Verkið er flokkað: Úr ljóðasarpi Lalla Frænda.

 

Góðar stundir.


Farinn

Hér í spilara síðunnar á hægri hönd OFARLEGA : Farinn.

 

Umsjón með lagi: LALLI FFRÆNDI.


Af gömlum afrekum...


38000

Aftur af tölum.

 

Í dag hefur litla blogginu hér verið "flett" 38000 sinnum.

 

Tiltölulega stórt skref fyrir lítið blogg, á þessum síðustu og verstu, en líklega algerlega þýðingarlaust fyrir mannkynið :)

 

Takk fyrir flettingarnar.


13000

13.000 gestir hafa nú lagt leið sína inn á þetta litla blogg.

 

 

Nokkuð stórt skref fyrir lítið blogg en bara pínku pínkupons fyrir mannkynið :)

 

 

Takk fyrir innlitin í gegnum tíðina...


Ferkantaður félagsskapur

Aftur af lófæ ljóðum Lalla frænda (2019)

 

Lag: Ferkantaður Félagsskapur (FF)

 

Hér í spilara síðunnar á hægri hönd meðal efstu laga.

 

Góðar stundir.


Jabesarljóð Revisited

Hér ofarlega í spilara síðunnar hljóðskreytt ljóð úr sarpi Lalla frænda.

 

Ljóðið heitir: Jabesarljóð Revisited

 

 

Njótið vel.


Hljóðkista Lalla frænda

Hér geymir Lalli frændi hljóðin sín...

 

Hljóðsafn frændans á freesound.org.


HVAÐ Á HVERJU

HVAÐ Á HVERJU
 
Fyrr en varir mun ég standa upp og brosa.
Þá muntu sjá að það vantar í mig framtönn.
Hún var slegin úr mér fyrir nokkru síðan og tapaðist.
Hvar man ég ekki. Reyndar hef ég sama sem enga
hugmynd um afdrif hennar eða núverandi samastað.
Ekki spyrja. Sönnunargagnið um fjarvist hennar
blessaðrar liggur í gleði minni, hlátri mínum, brosinu
blíða. Mér er sagt það klæði mig að brosa. Jafnvel enn
betur eftir að tönninn kvaddi tanngarðinn. Björgvin
Halldórsson þótti líka þokkafullur með brotna tönn
í kjafti. Ég er enginn söngvari þó ég geti trallað lítið
eitt.
 
Innan skamms mun ég benda út í loftið.
Munda vísifingur hægri handar og benda út í fjarskann.
Útí óendanleikann og þú munt horfa í þá átt sem ég
bendi og ekki vita hvaðan á þig stendur veðrið.
Þú munt líta á mig með spurn í svip en ég mun horfa til
baka án þess að láta frá mér orð. Ég mun blikka hægt með
augunum og gefa í skyn að þú eigir að vita hvað ég sé að
benda á en þú munt líta á mig og ekki vera nokkru nærri.

Ég ætla að leika leyndardómsfulla gátumanninn.
Görótta galdrakarlinn. Einkaspæjarann sem aldrei lætur
neitt uppi. Ekki fyrr en að allra síðustu þegar allir eru komnir í öskrandi spreng eftir sannleikanum.
Þá mun ég kannski og aðeins kannski láta þér í té einhverjar upplýsingar um þetta þarna sem ég bendi á og enginn getur séð.
 
Bráðlega mun ég taka upp símann og hringja eitt símtal.
Tólinu mun ég halda þétt upp að hægra eyranu svo ekki skiljist
að hljóðnemi og hlust. Langur tími mun líða áður en svarað er.
Þá mun ég segja halló en mæla á framandi tungu. Ég mun tala
á tungumáli sem þú hefur aldrei nokkurn tímann heyrt talað og
þú munt verða afar hissa. Þú munt reka upp stór augu vegna
hrynjandans og áferðar þessa tungumáls. Ég mun horfa á þig
með stríðnissvip á meðan símtalið fer fram og gefa í skyn að þú
sért eins og álfur út úr hól og vitir ekkert í þinn litla haus, sem er hverju orði sannara. Þú munt akkúrat ekki vita nokkurn skapaðan hlut í þinn haus. Þú munt vera grunlaus um hvaðan á þig stendur veðrið. Það mun ekki hafa verið á þínu vitorði að ég
talaði fleiri tungumál. Hvað þá þetta framandlega, eksótíska
tungumál sem þú getur ekki annað en laðast að.
Samtalið mun dragast á langinn þar til þú ferð að ókyrrast en þá mun ég segja þér að hinkra ögn lengur því ég sé að verða búinn. Svo mun ég af útreiknuðum kvikindisskap láta samtalið dragast endalaust á langinn. Einu andartaki áður en þú ert við það að strunsa fúllyndur frá mun ég svo kveðja og spyrja þig hvort þér líði illa.
 
Þú ert eins og hvítur maður fyrir tvöhundruð árum sem skildi
ekki blökkumanninn. Sama jafna gengur upp undir öfugum formerkjum. Við munum aldrei komast nálægt gagnkvæmu umburðarlyndi. Við getum þó reynt að iðka þegjandi samkomulag.
Það er eina vonin, það er eina vitið, það er rétta úrræðið.
Þetta er ég fullviss um.
 
Munurinn á mér og þér er sá að ég veit hvað kemur næst því það
er ég sem hef þroskann. Ég hef séð hvernig atvik fléttast saman,hvernig sögur breiða úr sér. Það er munur á okkur. Þú ert nýskriðinn inn um dyrnar ef svo má segja. Staðhættir tilverunnar eru þér að mestu framandi og þess vegna er ég að segja þér til. Kannski vegna þess að þú ert svo umkomulaus og einn. Þér eru allar bjargir bannaðar ef ekki kemur til utanaðkomandi aðstoð. Einn og sér ertu auðveld bráð
okkar reyndari ferðalanga. Þú mátt samt vita að þó svo ég mæli svona til þín þá er ég á engan hátt að halda því fram að þú sért minni vera fyrir vikið. Þú ert yngri, óreyndari ... það er allt og sumt.Ég hef verið í svipuðum sporum og þú ert núna. Trúðu mér þegar ég segi að allt muni þetta skýrast með tímanum. Vittu til.
 
Ég skal segja þér meira ef þú vilt hlusta. Ef þú vilt heyra hversu vel ég get Séð miðað við þig. Hversu margt ég skynja. Ég veit að þú heldur að ég stjórni á einhvern hátt framvindunni. Þú mátt vita að það er alls ekki tilfellið. Ég get á hinn bóginn reiknað það út hvernig tíminn tifar og séð hið nákomna rétt eins vel og ég get fundið fyrir líðandi stund. Hafðu það algerlega á tæru að hér er ég ekki að reyna að telja þér trú um neitt sem ekki er satt. Þessi veruleikur er sannur.
 
 
Eftir andartak hvellur hátt í þrumu hér rétt utan við gluggann.

Á heilaþvottastöðinni þar gengur sitthvað á...


Hljóðverk

Hér nýinnsett hljóðverk.

Hljóðverkið ber nafnið Gleymi.

Það má finna í tónlistarspilara síðunnar hér til hægri.

 

Góðar stundir...


Dægurvísa frá Lalla frænda

 


Heilaþvottastöðin

Hér nýinnsett í spilara síðunnar á hægri hönd demó Lalla Frænda af lagi sínu:

 

HEILAÞVOTTASTÖÐIN

 

Lagið má finna ofarlega í spilaranum.

 

 

 

GÓÐAR STUNDIR ...

 


Glóð og litir ...

No photo description available.

Skarta glóð og litum . . .


Lækaðu á mig ...

Enn gerir Lalli Frændi vart við sig og nú í fylgd með Prökkurunum. Þeir annast hljóðfæraleikinn í laginu. Lagið sprettur af þörf á athygli að hans sögn.

 

Hér í spilara síðunnar nýorpið lag þessa yndis. Það skipar sér hér til hliðar ofarlega á lista spilarans.

Nótað skal að upptaka hans er í demóútgáfu að hans sögn.

 

Lækaðu á mig

 

Góðar stundir.


Leikur og líf

Leikur og líf
 
Allt er lífið leikrit,
lesið illa yfir.
Fölsk og fúin minning
í framtíð dimmri lifir.
Klukkan trufluð tifar,
tregans handrit skrifar.
 
Ég kleif í háa kletta
og kallaði til þín.
Ertu þarna úti
ástin mín ?
Dapur logi að degi
loknum dvín.
 
Svar þitt týnt í sorta,
sótti ei til baka.
Týnt án ljóssins týru,
týnt án nokkura raka.
Í draumi mínum dvelur,
dásemd minnar firru.
 
Öll er veröld váleg,
vond og bölvun bundin.
Einatt svíður sárið,
blæðir sálar undin.
Ást mín öll í meinum,
marar djúpt í leynum.
 
Ég dró mér stysta stráið,
steytti á hvössu bergi.
Í brotum týndrar bænar,
bjó þar og hér og hvergi.
Kærleiks glóð er kulnuð,
kalinn hjartað sækir.

Lófæ ljóð Lalla Frænda

Hér nýinnsent efni Lalla Frænda.

 

Lagið heitir Kobbi og Litla.

 

Það má finna í demóbúningi hér í spilara

síðunnar ofarlega til hægri.

 

Góðar stundir...


Kobbi og Litla

Kobbi og litla

 

Kobbi K og Litla Ljót

léku hvort við annað,

þó það væri bannað

og þar að auki sannað,

að fleiri en einn fyrir Litlu Ljót

 lásí væri mannað.

 

Lítla Ljót í koti kall,

kláran átti sælan.

Hann sjaldan bældi brælan

og barna þótti hann gælan.

Honum þótti af Litlu Ljót,

lásí stundum svælan.

 

Kobbi K og Litla Ljót

laumupúkast saman,

finnst það fjandi gaman,

þó feluleikur kallinn geri graman.


Mansöngur (meðan ég man)

Enn er Lalli blessaður frændi allra á ferðinni... Í þetta sinn með lag sitt MANSÖNGUR (MEÐAN ÉG MAN) undir krepptri hendinni. Lagið er næstefst í spilara síðunnar hér á hægri hönd. Góðar stundir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband