Frásögn af manni (fyrsti hluti)

I.
Hann gat setið og hlustað á vindinn tímunum saman;
horft út í fjarskann.
Stundum pírði hann augun eins og hann væri að skima eftir einhverju, sumir sögðu þá sjást votta fyrir brosviprum í veðruðu andlitinu.

I (a) Það fékkst þó aldrei staðfest.

II.
Þjóhnapparnir að því er virtist læstir í mjúkan mosann.

III.
Í verstu veðrum fannst fólki ekki annað passandi en að breiða um hann teppi.

Sumir gengu jafnvel svo langt að slá upp tjaldi yfir hann.

Þó með glufu svo ekkert raskaði ró hans.

Svo sat hann og skimaði, rýndi í himininn.

IIII.
Á góðviðrisdögum flokkuðust í kringum hann manneskjur, ungar sem aldnar.
Ferðamenn töldu hann áhugaverðan, komu í rútum, stundum svo tugum skipti.
Fengu að virða hann fyrir sér, þó úr hæfilegri fjarlægð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband