Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

síðasti söludagur

leyfðu mér að deyja í örmum þínum,

meðan ég líð inn í drauminn eða eilífðina

ég lifi lífinu eins og það var

en aðeins í minningunni

dreymi drauma sem eru úr sér gengnir

og löngu komnir yfir síðasta söludag

 

Vernd/Sólarauga

sólauga

Vernd/Sólarauga

Skömmu áður en grænlenska steinfíguran var algjörlega umlukinn flæðandi gleri.

 


SMILEYOUAREWORTHIT

paris 080

Ein af jákvæðniskúlum sumarsins sem flutu um ár og bakka Parísar

lá grunlaus í öskubakka kaffihússins með áskriftinni "SMILE YOU ARE WORTH" it.

Seinna fékk hún flugið í faðm Signu sem vonandi hefur borið hana í hendur hins/hinna þurfandi...


Við erum öll í grunninn steypt í sama mót

2.ND_ED_TRAVELLERS
Við erum öll í grunninn steypt í sama mót.
Tíminn afmáir, eyðir.
Efnið tærist, leitar hægt en stöðugt eftir neindinni.
Þrjiðja gríman varð mótinu sterkari.
Þetta er sú síðasta af þeim.

Samskipti þurfa ekki að innihalda orð

Það er sjaldan að maður eignast góða vini. Sérstaklega eru þeir fágætir þeir sem festast við mann eins og kærar minningar, jafnvel þó maður hafi aldrei talað við þá.

Ég átti um tíma samband við einn slíkan sem ég kynntist í gegnum tónlistarlegt samstarf sem gekk og gengst undir nafninu: INFINITE SECTOR PROJECT. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem stuðlar að sameiginlegri útgáfu tónlistar á alþjóðlega vísu. Kíkjið á: http://www.infinitesector.org

Jæja, út hafa komið fjöldi safndiska hér og þar og hvar sem er, í Kína, Hollandi, Ísrael og jafnvel bandarískri eyðimörk (eða tveimur). Enginn nennir að græða á þessu enda varla hægt að hafa krónu út úr því að gera sjálfstæða tónlist hvort sem er. Hvað sem því líður...

Í gegnum þetta verkefni komst ég í kynni við snillinginn Gregory Heffernan alias. Cosmo D. Sellósnilling frá New York sem spilar á selló eins og hann væri einn af guðunum. Eftir rafræn samskipti í gegnum mail urðum við sammála um það að svo lengi sem ég sendi honum lög eftir mig,  myndi hann glaður spila selló ofan á og senda til baka. Upphófust mail fram og til baka. Ég hef aldrei heyrt í honum röddina. Það angrar mig ekkert, samskipti þurfa ekki að vera með orðum.

Nokkur þessara laga eru hér á síðunni til hliðar.

Njótið heilla...


Njótið vel.

Ég hef áður vikið að mínu nýrómantíska æði og ástúð á orðum, ljóðum, tjáningu sálarinnar á því eina máli sem flestir taka trúanlegt.

Hér er eitt af afleiðingum skriftanna.

Þegar mér var rótað í gegnu skúffurnar einn daginn birtist þetta ljóð mér sem ég skrifaði fyrir einum 14. árum.

Njótið vel. 

NÓTT

Brostu því sólin er syfjuð,

brátt mun hún sofa svo rótt.

Allt verður hljótt,

svo undurhljótt,

himinn mun fyllast af nótt.

Nóttin er nærgætin kona,

næmlega mun hún þér fylgja,

um álfur og ókomna drauma.

Því nóttin er góð og nóttin er hljóð,

nóttin er draumanna fljóð.

Bróstu því sólin er sofnuð

og sindrandi nóttin er hlý.

Húmdökkir hatursins skuggar,

horfnir í daganna dý.

Nóttin er frelsandi engill,

í för sinni himninum frá.

Ef býður þú henni í hug þér,

mun hún hvíla þér hjá.

Brostu því nóttin er nakin,

nýfædd með glóandi hár.

Auðmjúk sem kúgaður þrællinn,

mun hún græða þín blæðandi sár.

Hún mun krjúpa sem ástsjúkur biðill,

við brjóst þitt og biðja þín til.

Ástfangin mun hún þín vitja og segja;

þú ert allt sem ég vil.

Þú hvílir í húmdökkum örmum,

þú kynt hefur draumanna bál.

Nóttin hún á þina drauma,

nóttin hún á þína sál.

En að lokum hún þyrlast til tómsins,

hverfur í daganna haf.

Einn muntu nötra því nóttin,

aðeins draum sinn þér gaf.


Þú ert brotin og ég get séð inn í huga þinn.

hugarbrot

Þú ert brotin og ég get séð inn í huga þinn.

Heil ertu mér hulin ráðgáta.

Steypt gler.


Undirbúningur verka til sýningar á Manhattan; New York í Júlí.

spurn 001

Undirbúningur verka til sýningar á Manhattan; New York í Júlí.

Steypt gler.


HVER ER SÁ ?

spurn

HVER ER SÁ SEM FYLGJA VILDI MÉR ?

HVER MYNDI BJÓÐA SIG FRAM TIL TILFINNINGA MINNA ?

 

(WALT WHITMAN)

 


Í UPPHAFI VAR GLERIÐ

iupphafivarglerið

Í UPPHAFI VAR GLERIÐ


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband