Þú ert brotin og ég get séð inn í huga þinn.

hugarbrot

Þú ert brotin og ég get séð inn í huga þinn.

Heil ertu mér hulin ráðgáta.

Steypt gler.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Rosalega flott hjá þér, Lárus

Fríða Eyland, 23.11.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

sammála Henni fríðu Fríðu Eyland

Brynjar Jóhannsson, 23.11.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fríða og Brynjar: Þakka jákvæðnina, þetta er allt á leiðinni. Glerið er stríðið og krefst þess að maður meðhöndli það eins og spánska senjorítu af eðalbornu kyni. Það þarf ekkert út af að bregða svo það springi. Sér í lagi ekki í afsteypum þar sem 2 til 3 kílóum er hellt í mót...Þessi afsteypa brotnaði að vísu en gaf frá sér orð....þá er líklega erfiðið ekki unnið fyrir gíg...góða helgi :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 23:49

4 Smámynd: Fríða Eyland

Er ekki kólnunin hæga mikilvægasta atriðið í gleri af þessar þykkt Lárus ? annars veit ég svarið enginn spurning. Takk sömuleiðis góða helgi og hafðu það náðugt...

Fríða Eyland, 24.11.2007 kl. 21:35

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fríða; jú hæg kólnun er lykilatriði. Annað er það að ég fæst við það sem kallast "lifandi steypingar", þ.e.a.s glerið er tekið á þykka stöng/eða í ausu úr bræðslupotti og því hellt í mót og svo klippt á endann þegar magnið er passlegt. Þá er einnig mikilvægt að þegar glerið er tekið úr mótinu að það sé mátulegt að hita og að það sé ekki angrað af þeim verkfærum sem notast er við. Minnsti kuldi á röngum stað á röngum tíma veldur spennu...svona eins og að setja út á útlit háófrískrar konu á vitlausum tíma eða ropa hátt í miðri messu :) Með öðrum orðum...allt hið viðkvæmasta mál...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.11.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband