Um mikilvæga leikinn

ádrepa um mikilvæga leikinn

við tökum öll þátt
hvert á sinn hátt
í MIKILVÆGA leiknum

uppástrílaði nefndarformaðurinn
uppskafinn lögregluþjónninn
ofalinn þingmaðurinn
alklóki geðlæknirinn
bísperrtur ræðumaðurinn
rykfallinn alfræðingur
og allflestir hinir

æi
þú veist

óþarft er að hafa um það mörg orð
enda á allra vitorði
og í sumum tilfellum
tilvistarforsenda
og án leiksins þetta strögl hjómið eitt
enda leikurinn MIKILVÆGUR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband