Lítil saga um venjulegt fólk sem læstist inni í glerkúlu.

hrogfrú

Föst inni í sitthvorri kúlunni komu þau ekki orði til hvors annars. Það skipti svo sem litlu máli enda höfðu þau vart talast við í tugi ára, ef frá eru talin óteljandi rifrildin yfir fjármálum, nöldurköstin um aðferðir við uppeldi krakkakrógana og einstaka afbrýðissemisköst sem venjulega leystust upp í hrópum.

Nú eru kossar þeirra endanlega innsiglaðir og gefnir neindinni og þögninni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Hvaðan er parið ? Suðurnesjum, það er þetta með hlutföllin sem truflar mig (af hverju er karlinn svona smár)

Kveðja 

Fríða Eyland, 19.2.2008 kl. 04:03

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fríða: Þú kannast við stóru konurnar og litlu mennina... Parið kemur ekki frá Íslandi reyndar neitt sérstaklega. Pörin sem frjósa föst inn í neindinni finnast alls staðar í heiminum. Þekki persónulega ófá dæmi um þau, sum hver gera sér ekki sjálf grein fyrir því....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 04:10

3 Smámynd: Fríða Eyland

Örsöguna þína kannaðist ég við Hún er vel skrifuð og góð áminning. 

Fríða Eyland, 19.2.2008 kl. 04:32

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fríða: Jú, hálfsorglegt í sjálfu sér. Sér í lagi þegar fólk er svo hrætt við einsemd að það kýs sér "neinsemd" þess í stað...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 04:45

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Ekkineindin? Ekkineittið?

Bergur Thorberg, 19.2.2008 kl. 06:19

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þakka þér fyrir Gréta og góða kvöldið...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 20:58

7 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Takk Gréta, vona þér líki . . .

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Þessi vinstra megin lifir í áberandi sjálfsblekkingu(líklegast frúin, sem lifir fyrir að láta allt líta vel út), meðan sá hægra megin er algjörlega bugaður og ekki að halda því leyndu

hvernig sem þetta er nú þá finnst mér þetta svolítið þvingandi andrúmsloft hjá parinu

Guðríður Pétursdóttir, 20.2.2008 kl. 00:01

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Guðríður: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Karlgreyið virkar frekar niðurdreginn og satt að segja örlítið bældur miðað við brattleikann í frúnni. Þau eru krútt, þau mega eiga það. Það er þó sorglegt að læsast inni í glerkúlu og geta engu breytt...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband