Gler og sjórekinn viður

The_travellers_mask_nr_7

Svona lítur steypt glergríma út á sjóreknum við safnað upp við Reykjanesströndina.

Hluti af verkefni með sjórekið tré og gler.

Sjórekið tré endurspeglar tímann og afmáunina sem allir og allt er ofurselt.

Grímur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér, veit ekki alveg hvers vegna. Ég gæti trúað því að þannig væri því háttað um marga. Ég held að manneskjur eigi auðvelt með að horfa á önnur andlit, sjúga í sig svipi, augnráð, byggingu. Gríman er egóið og andinn, persónuleikinn, hjarta útgeislunarinnar.

Svo má svo sem tala um grímuna sem íkon, birtingu andanna og allt það.

Nenni því bara ekki...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Glæsilegt !  

Fríða Eyland, 25.10.2007 kl. 02:36

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála henni Fríðu Eyland .

Geng meira að segja svo langt að halda því fram að þetta listaverk getur staðið á sínum stalli (veggi) eitt og sér án nokkurar útskýringar. 

Brynjar Jóhannsson, 25.10.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þakka Fríða og Brynjar; þið eruð hér með uppáhaldsfólkið mitt !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.10.2007 kl. 00:55

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svo ertu bara rómantískur inn við beinið villiblómið mitt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband