Gler og sjórekinn viður
24.10.2007 | 00:15
Svona lítur steypt glergríma út á sjóreknum við safnað upp við Reykjanesströndina.
Hluti af verkefni með sjórekið tré og gler.
Sjórekið tré endurspeglar tímann og afmáunina sem allir og allt er ofurselt.
Grímur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér, veit ekki alveg hvers vegna. Ég gæti trúað því að þannig væri því háttað um marga. Ég held að manneskjur eigi auðvelt með að horfa á önnur andlit, sjúga í sig svipi, augnráð, byggingu. Gríman er egóið og andinn, persónuleikinn, hjarta útgeislunarinnar.
Svo má svo sem tala um grímuna sem íkon, birtingu andanna og allt það.
Nenni því bara ekki...
Athugasemdir
Glæsilegt !
Fríða Eyland, 25.10.2007 kl. 02:36
Sammála henni Fríðu Eyland .
Geng meira að segja svo langt að halda því fram að þetta listaverk getur staðið á sínum stalli (veggi) eitt og sér án nokkurar útskýringar.
Brynjar Jóhannsson, 25.10.2007 kl. 16:25
Þakka Fríða og Brynjar; þið eruð hér með uppáhaldsfólkið mitt !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.10.2007 kl. 00:55
Svo ertu bara rómantískur inn við beinið villiblómið mitt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.