FLJÓTANDI JÁKVÆÐNISKÚLUR REKA KANNSKI AÐ ÞINNI STRÖND

Það er skortur og fátækt, volæði og kvöl. Jákvæð orka í verki læknar og heilar.

Í tengslum við alþjóðlega listsýningu í París sem ég var svo heppinn að komast inn á, mun ég nota tækifærið í rólinu um heimsborgina og senda jákvæðan boðskap fljótandi niður ár Parísarborgar.

Litríkar glerkúlur skreyttar uppbyggjandi boðskap munu fljóta og bíða þess að vera uppgötvaðar af ógrunandi lýðnum, hvort sem er í borginni sjálfri eða annars staðar. Með nokkurri heppni munu einhverjar þeirra skolast upp að ströndum framandi landa og skína af jákvæðni í flæðarmálinu. Þetta er svona lítið hliðarverkefni við hliðina á sýningunni en þetta verður bara gaman.

Hver veit nema úrillur, afrískur þunglyndissjúklingur teygi bros á fési þegar hann sér skærrauða kúlu áritaða á strönd við þorpið sitt með textanum: SMILE YOU ARE WORTH IT ?

Nú eða grænlenskur áfengissjúklingur sem nýlega hefur beðið gjaldþrot vegna kvótaskerðingar þegar hann siglir fram hjá einni af jákvæðniskúlunum á kajaknum sínum og les: Money is just a symptom of the times ?

Jæja þá, meira um þetta seinna....

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus... hahahha ég er að hlusta á lagið sem tókum saman upp um daginn.. og get ég ekki annað sagt en að það endist bara þónokkuð vel.. nettur tom waits bragur yfir þessu hjá okkur...

Brynjar Jóhannsson, 7.9.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Já er það ekki bara ?

Þú ættir nú eiginlega að henda þessu inn á síðuna hjá þér.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 9.9.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flott þetta með jákvæðniskúlurnar  Gangi þér vel á sýningunni þ.e. ef þú ert ekki þegar kominn til baka. Veit ekkert um dagsetninguna  Allavega, gangi þér vel á listabrautinni

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þakka Margrét, kannski finnurðu eina af þeim einn af dögunum ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband