Lítil klausa um taugaveiklaðan mann

Verandi áhugamaður um orð og samsetningu orða hef ég gengið í gegnum allskyns tímabil. Flest algild sannindi hafa fölnað í tímans rás og baráttan við heild og eitthvað sem mætti kallast "stíl" heldur áfram. Litla klausan um taugaveiklaða manninn er frá svona tímabili. Njótið heilla !

LÍTIL KLAUSA UM TAUGAVEIKLAÐAN MANN 

Vakinn og sofinn,
daufur og dofinn.
Á ystu nöf,
við eigin gröf,
gengur hann.
Skyggnist um,
með stjörfum augunum.
Hann ferðast einn,
hér er ei neinn.
Það veit hann vel,
en þandar taugar flytja huga boð,
um hættur og vonda hluti, illa menn.

Óræðir skuggar flökta inn á augnlokunum,
í hvert sinn sem hann blikkar augunum.
Útlínur martraða sem bíða færis.

Hann man ekki hvers vegna hann kom hingað eða hvaðan,
en það er eins og hann rámi í,
að hann sé á leiðinni eitthvað.

- Lárus G


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Been there

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.8.2007 kl. 02:54

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

já líklega......en mikið er það sorglegt hlutskipti.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband